Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2024 20:03 Kjartan Þór Ólafsson í Hveragerði, sem á heiðurinn af glæsilegum jólaljósum á húsi fjölskyldunnar við Dalsbrún 5. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan Þór Ólafsson í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að jólaskreytingum á húsi fjölskyldunnar því þar eru fleiri þúsund perur á húsinu og við það, sem lýsa upp hverfið hjá honum. Í spilaranum hér í fréttinni sjáum við jólahúsið við Dalsbrún 5 en þar á húsbóndinn á heimilinu og jólabarnið Kjartan Þór heiðurinn af skreytingunum og uppsetningu þeirra. Hann hefur alltaf elskað allt í kringum jólin og er alltaf klæddur jólafötum í desember og með jólahúfu. „Þetta er bara mitt mesta áhugamál að skreyta svolítið og gleðja fólk og krakka um jólin. Fólk er að koma og taka smá rúnt hér í Hveragerði og skoða þetta líka“, segir Kjartan Þór. Kjartan segist byrja að setja upp jólaljósin í byrjun nóvember og hann bætir alltaf eitthvað við þau með hverju árinu. Húsið vekur mikla athygli í Hveragerði og margir sem keyra götuna til að berja húsið augum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst nágrönnunum um öll jólaljósin? „Ég held að það séu bara flestir ánægðir með þetta, maður hefur ekki fengið neinar kvartanir enn þá“. Enda er Kjartan með leik í gangi þar sem bæjarbúar geta giskað á hvað hann er með margar jólaperur og eru vegleg verðlaun í boði. „Sumir segja alveg upp í tvö hundruð þúsund eða upp í þrjú hundruð þúsund en ég er ekki alveg með svo mikið en svona næstum því nálægt því, nei ég segi nú bara svona,“ segir Kjartan Þór kátur í bragði. Nú er samkeppni á meðal íbúa í Hveragerði hvað margar jólaperur eru á húsinu og í garðinum við Dalsbrún 5.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Jól Jólaskraut Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Í spilaranum hér í fréttinni sjáum við jólahúsið við Dalsbrún 5 en þar á húsbóndinn á heimilinu og jólabarnið Kjartan Þór heiðurinn af skreytingunum og uppsetningu þeirra. Hann hefur alltaf elskað allt í kringum jólin og er alltaf klæddur jólafötum í desember og með jólahúfu. „Þetta er bara mitt mesta áhugamál að skreyta svolítið og gleðja fólk og krakka um jólin. Fólk er að koma og taka smá rúnt hér í Hveragerði og skoða þetta líka“, segir Kjartan Þór. Kjartan segist byrja að setja upp jólaljósin í byrjun nóvember og hann bætir alltaf eitthvað við þau með hverju árinu. Húsið vekur mikla athygli í Hveragerði og margir sem keyra götuna til að berja húsið augum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst nágrönnunum um öll jólaljósin? „Ég held að það séu bara flestir ánægðir með þetta, maður hefur ekki fengið neinar kvartanir enn þá“. Enda er Kjartan með leik í gangi þar sem bæjarbúar geta giskað á hvað hann er með margar jólaperur og eru vegleg verðlaun í boði. „Sumir segja alveg upp í tvö hundruð þúsund eða upp í þrjú hundruð þúsund en ég er ekki alveg með svo mikið en svona næstum því nálægt því, nei ég segi nú bara svona,“ segir Kjartan Þór kátur í bragði. Nú er samkeppni á meðal íbúa í Hveragerði hvað margar jólaperur eru á húsinu og í garðinum við Dalsbrún 5.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Jól Jólaskraut Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira