Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2024 20:01 Halla Tómasdóttir sagði nokkur orð um mikilvægi Vigdísar. Tvær forsýningar á Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, fóru fram í vikunni, í Bíó Paradís fyrir viðskiptavini Íslandsbanka og svo á Vinnustofu Kjarvals fyrir aðstandendur þáttanna. Í Bíó Paradís var mættur forseti Íslands Halla Tómasdóttir. Hún ávarpaði viðskiptavini Íslandsbanka og sagði nokkur orð um mikilvægi Vigdísar í sögu þjóðar og heims. Eins og fram hefur komið verður fyrsti þáttur frumsýndur í Ríkisútvarpinu á nýársdag en alls verða þættirnir fjórir talsins. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem Vigdís sjálf en Elín Hall, tónlistarkona og leikari, leikur Vigdísi á hennar yngri árum. Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra en þættirnir fjalla um líf Vigdísar fram að forsetakosningunum 1980 þar sem hún bar sigur úr býtum og var fyrst kvenna kosinn forseti á heimsvísu. Íslandsbanki hélt sérstaka forsýningu á nýrri leikinni þáttaröð um líf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta, en bankinn er bakhjarl þáttanna. Fyrsti þátturinn var sýndur fyrir tvö hundruð gestum og mikil ánægja ríkti meðal gesta, að sögn forsvarsmanna bankans. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Una Steinsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs og Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta. „Við höfum verið í góðu samstarfi við Vigdísi í gegnum tíðina og héldum meðal annars sýningu á kjólunum hennar í kringum Hönnunarmars. Hún er einstök fyrirmynd og við erum mjög stolt af því að vera bakhjarlar þessa glæsilega verkefnis sem er mikilvæg heimild um sögu fyrsta kvenforseta heims,“ segir Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi bankans. Rakel Garðarsdóttir segir sögu Vigdísar vera sigursögu. „Saga um von og um að elta draumana sína. Hún er ein mikilvægasta saga okkar samtíma að mínu mati og var það ástæða þess að okkur langaði að segja þessa sögu. Það er langt ferli að baki einnar svona sjónvarpsseríu og þar skiptir samvinna öllu máli. Við erum svo lánsöm að allir þeir sem komu að verkinu eru að mínu mati þeir flinkustu í bransanum - og ómetanlegt að fá stuðning frá sjóðum og fyrirtækjum. Saman erum við alltaf betri.“ Rakel Garðarsdóttir og Ágústa Ólafsdóttir framleiðendur hjá Vesturporti. Frá forsýningu í Vinnustofu Kjarvals fyrir Vesturport Rakel Garðarsdóttir ávarpaði hópinn fyrir sýningu.Vísir/Hulda Margrét Þétt setið í salnum.Vísir/Hulda Margrét Ágúst Wigum og Elín Hall létu sig ekki vanta. Elín fer með hlutverk Vigdísar á yngri árum og þykir keimlík fyrrverandi forsetanum og meira til.Vísir/Hulda Margrét Rán og Bergur Ebbi.Vísir/Hulda Margrét Magnús, Þórunn, Brynhildur og Skarphéðinn.Vísir/Hulda Margrét Ágúst, Oddur og Kristín Þóra.Vísir/Hulda Margrét Almar Blær og Ragnar Ísleifur.Vísir/Hulda Margrét Víkingur, Hilmar og Kolbrún.Vísir/Hulda Margrét Edda Katrín, Tinna og Oddur.Vísir/Hulda Margrét Elín og Hlynur Helgi.Vísir/Hulda Margrét Aþena Vigdís, Eva María, Birna Hrönn og Eva María.Vísir/Hulda Margrét Hjörtur Grétarsson og Thelma Rún Hjartardóttir.Vísir/Hulda Margrét Baldur Björnsson, Mímir Bjarki Pálmason og Lísbet Sveinsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Birgir og Hjörtur.Vísir/Hulda Margrét Brynhildur Guðjónsdóttir og Guillaume Bazard sendiherra Frakklands.Vísir/Hulda Margrét Rán og Rakel.Vísir/Hulda Margrét Aþena, Ágúst, Almar Blær, Lísbet, Baldur og Mímir Bjarki.Vísir/Hulda Margrét Viktoría Kjartans, Vignir Daði Valtýrs og Thelma Rún Hjartardóttir.Vísir/Hulda Margrét Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Vigdís Finnbogadóttir Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Í Bíó Paradís var mættur forseti Íslands Halla Tómasdóttir. Hún ávarpaði viðskiptavini Íslandsbanka og sagði nokkur orð um mikilvægi Vigdísar í sögu þjóðar og heims. Eins og fram hefur komið verður fyrsti þáttur frumsýndur í Ríkisútvarpinu á nýársdag en alls verða þættirnir fjórir talsins. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem Vigdís sjálf en Elín Hall, tónlistarkona og leikari, leikur Vigdísi á hennar yngri árum. Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir leikstýra en þættirnir fjalla um líf Vigdísar fram að forsetakosningunum 1980 þar sem hún bar sigur úr býtum og var fyrst kvenna kosinn forseti á heimsvísu. Íslandsbanki hélt sérstaka forsýningu á nýrri leikinni þáttaröð um líf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta, en bankinn er bakhjarl þáttanna. Fyrsti þátturinn var sýndur fyrir tvö hundruð gestum og mikil ánægja ríkti meðal gesta, að sögn forsvarsmanna bankans. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Una Steinsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs og Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta. „Við höfum verið í góðu samstarfi við Vigdísi í gegnum tíðina og héldum meðal annars sýningu á kjólunum hennar í kringum Hönnunarmars. Hún er einstök fyrirmynd og við erum mjög stolt af því að vera bakhjarlar þessa glæsilega verkefnis sem er mikilvæg heimild um sögu fyrsta kvenforseta heims,“ segir Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi bankans. Rakel Garðarsdóttir segir sögu Vigdísar vera sigursögu. „Saga um von og um að elta draumana sína. Hún er ein mikilvægasta saga okkar samtíma að mínu mati og var það ástæða þess að okkur langaði að segja þessa sögu. Það er langt ferli að baki einnar svona sjónvarpsseríu og þar skiptir samvinna öllu máli. Við erum svo lánsöm að allir þeir sem komu að verkinu eru að mínu mati þeir flinkustu í bransanum - og ómetanlegt að fá stuðning frá sjóðum og fyrirtækjum. Saman erum við alltaf betri.“ Rakel Garðarsdóttir og Ágústa Ólafsdóttir framleiðendur hjá Vesturporti. Frá forsýningu í Vinnustofu Kjarvals fyrir Vesturport Rakel Garðarsdóttir ávarpaði hópinn fyrir sýningu.Vísir/Hulda Margrét Þétt setið í salnum.Vísir/Hulda Margrét Ágúst Wigum og Elín Hall létu sig ekki vanta. Elín fer með hlutverk Vigdísar á yngri árum og þykir keimlík fyrrverandi forsetanum og meira til.Vísir/Hulda Margrét Rán og Bergur Ebbi.Vísir/Hulda Margrét Magnús, Þórunn, Brynhildur og Skarphéðinn.Vísir/Hulda Margrét Ágúst, Oddur og Kristín Þóra.Vísir/Hulda Margrét Almar Blær og Ragnar Ísleifur.Vísir/Hulda Margrét Víkingur, Hilmar og Kolbrún.Vísir/Hulda Margrét Edda Katrín, Tinna og Oddur.Vísir/Hulda Margrét Elín og Hlynur Helgi.Vísir/Hulda Margrét Aþena Vigdís, Eva María, Birna Hrönn og Eva María.Vísir/Hulda Margrét Hjörtur Grétarsson og Thelma Rún Hjartardóttir.Vísir/Hulda Margrét Baldur Björnsson, Mímir Bjarki Pálmason og Lísbet Sveinsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Birgir og Hjörtur.Vísir/Hulda Margrét Brynhildur Guðjónsdóttir og Guillaume Bazard sendiherra Frakklands.Vísir/Hulda Margrét Rán og Rakel.Vísir/Hulda Margrét Aþena, Ágúst, Almar Blær, Lísbet, Baldur og Mímir Bjarki.Vísir/Hulda Margrét Viktoría Kjartans, Vignir Daði Valtýrs og Thelma Rún Hjartardóttir.Vísir/Hulda Margrét
Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Vigdís Finnbogadóttir Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“