Mikil áhrif á stjórnmálin 1. febrúar 2006 01:39 Ýmsir hafa haft orð á því að undanförnu að svo virðist sem náttúruverndarsjónarmið eigi auknu fylgi að fagna í þjóðfélaginu. Kannski var ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að leggja til hliðar áform um Norðlingaölduveitu birtingarmynd þess að stjórnvöld telja sig skynja hvernig straumarnir liggja. En það er ekki alltaf auðvelt að átta sig á því hvað almenningur vill. Nýleg könnun Gallup sýnir að þorri landsmanna telur unnt að sætta sjónarmið náttúruverndar og virkjana. Á ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku var enn fremur upplýst að samkvæmt könnunum er meirihluti landsmanna hlynntur auknum vatnsaflsvirkjunum og mikið fylgi er við áframhaldandi uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi. Kannanirnar munu gefa þeim byr í seglin sem telja nauðsynlegt að halda áfram uppbyggingu stóriðju sem krefst vatnsaflsvirkjana. Aftur á móti er líklegt að menn muni fara varlegar en áður í að spilla svæðum sem eru viðkvæm frá sjónarmiði náttúruverndar. Stjórnvöld standa nú frammi fyrir freistandi tilboðum frá erlendum álfyrirtækjum. Allar líkur eru á því að þeim verði tekið og góðærið sem hér hefur ríkt þannig framlengt um nokkur ár. Við munum innan tíðar sjá stækkun álbræðslunnar í Straumsvík og kannski nýtt álver á Norðurlandi. Það verður örugglega hart tekist á um stóriðju- og virkjanamálin á vettvangi stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarfokkurinn munu hafa forystu um frekari álvæðingu. Ætla verður að meirihluti kjósenda vilji fyrir alla muni halda hagvextinum áfram og veðji því á þessa flokka. Flestir munu flykkjast um Sjálfstæðisflokkinn en kannski á Framsóknarflokkurinn möguleika á viðreisn í þessari stöðu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun leiða andstöðuna. Þess eru þegar tekin að sjást merki í fylgiskönnunum. Flokkurinn er eini trúverðugi valkostur þeirra sem hafna stóriðju og virkjunum. Álmálið skapar Samfylkingunni á hinn bóginn mikinn vanda og kann að gera að engu drauma hennar um að komast í ríkisstjórn. Flokkurinn hefur ekki skýra stefnu í stóriðjumálum, reynir í senn að vera "ábyrgur" og ná til þeirra sem taka afstöðu á grundvelli tilfinninga. Byggðasjónarmið spila einnig inn í. Á Akureyri gagnrýnir Samfylkingin til dæmis stækkun álversins í Straumsvík á þeim forsendum að Norðlendingar eigi að vera á undan "í röðinni". Í yfirlýsingu þingflokksins á mánudaginn eru talin upp ýmis atriði sem Samfylkingin telur að hafa verði að leiðarljósi áður en ákvörðun er tekin um nýtt álver. En séð frá bæjardyrum stóriðjuandstæðinga er þessi afstaða hálfvelgja sem engu máli skiptir. Þeir munu veðja á vinstri græna í von um að þeir geti snúið taflinu við. Samfylkingin á erfitt með að losna úr klemmunni. Snúist hún á sveif með ríkisstjórninni tapar hún enn frekar tiltrú líklegra kjósenda sinna á vinstri vængnum og meðal ungs fólks. Fylgi hún hinni einföldu stefnu vinstri grænna er sennilegt að margir kjósendur á miðjunni treysti henni ekki lengur. Meðalvegurinn verður vandrataður. Vinstri grænir munu áreiðanlega uppskera vel þegar talið verður upp úr kjörkössunum og þess mun líklega gæta þegar í sveitarstjórnarkosningunum í vor, einkum á landsbyggðinni. En sá böggull fylgir skammrifi að þeir verða einangraðir og áhrifalausir sem fyrr. Varnarmálin eyðilögðu fyrir Alþýðubandalaginu um árabil og stóriðjumálin munu á sama hátt spilla samstarfi vinstri grænna og annarra flokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ýmsir hafa haft orð á því að undanförnu að svo virðist sem náttúruverndarsjónarmið eigi auknu fylgi að fagna í þjóðfélaginu. Kannski var ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að leggja til hliðar áform um Norðlingaölduveitu birtingarmynd þess að stjórnvöld telja sig skynja hvernig straumarnir liggja. En það er ekki alltaf auðvelt að átta sig á því hvað almenningur vill. Nýleg könnun Gallup sýnir að þorri landsmanna telur unnt að sætta sjónarmið náttúruverndar og virkjana. Á ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku var enn fremur upplýst að samkvæmt könnunum er meirihluti landsmanna hlynntur auknum vatnsaflsvirkjunum og mikið fylgi er við áframhaldandi uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi. Kannanirnar munu gefa þeim byr í seglin sem telja nauðsynlegt að halda áfram uppbyggingu stóriðju sem krefst vatnsaflsvirkjana. Aftur á móti er líklegt að menn muni fara varlegar en áður í að spilla svæðum sem eru viðkvæm frá sjónarmiði náttúruverndar. Stjórnvöld standa nú frammi fyrir freistandi tilboðum frá erlendum álfyrirtækjum. Allar líkur eru á því að þeim verði tekið og góðærið sem hér hefur ríkt þannig framlengt um nokkur ár. Við munum innan tíðar sjá stækkun álbræðslunnar í Straumsvík og kannski nýtt álver á Norðurlandi. Það verður örugglega hart tekist á um stóriðju- og virkjanamálin á vettvangi stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarfokkurinn munu hafa forystu um frekari álvæðingu. Ætla verður að meirihluti kjósenda vilji fyrir alla muni halda hagvextinum áfram og veðji því á þessa flokka. Flestir munu flykkjast um Sjálfstæðisflokkinn en kannski á Framsóknarflokkurinn möguleika á viðreisn í þessari stöðu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun leiða andstöðuna. Þess eru þegar tekin að sjást merki í fylgiskönnunum. Flokkurinn er eini trúverðugi valkostur þeirra sem hafna stóriðju og virkjunum. Álmálið skapar Samfylkingunni á hinn bóginn mikinn vanda og kann að gera að engu drauma hennar um að komast í ríkisstjórn. Flokkurinn hefur ekki skýra stefnu í stóriðjumálum, reynir í senn að vera "ábyrgur" og ná til þeirra sem taka afstöðu á grundvelli tilfinninga. Byggðasjónarmið spila einnig inn í. Á Akureyri gagnrýnir Samfylkingin til dæmis stækkun álversins í Straumsvík á þeim forsendum að Norðlendingar eigi að vera á undan "í röðinni". Í yfirlýsingu þingflokksins á mánudaginn eru talin upp ýmis atriði sem Samfylkingin telur að hafa verði að leiðarljósi áður en ákvörðun er tekin um nýtt álver. En séð frá bæjardyrum stóriðjuandstæðinga er þessi afstaða hálfvelgja sem engu máli skiptir. Þeir munu veðja á vinstri græna í von um að þeir geti snúið taflinu við. Samfylkingin á erfitt með að losna úr klemmunni. Snúist hún á sveif með ríkisstjórninni tapar hún enn frekar tiltrú líklegra kjósenda sinna á vinstri vængnum og meðal ungs fólks. Fylgi hún hinni einföldu stefnu vinstri grænna er sennilegt að margir kjósendur á miðjunni treysti henni ekki lengur. Meðalvegurinn verður vandrataður. Vinstri grænir munu áreiðanlega uppskera vel þegar talið verður upp úr kjörkössunum og þess mun líklega gæta þegar í sveitarstjórnarkosningunum í vor, einkum á landsbyggðinni. En sá böggull fylgir skammrifi að þeir verða einangraðir og áhrifalausir sem fyrr. Varnarmálin eyðilögðu fyrir Alþýðubandalaginu um árabil og stóriðjumálin munu á sama hátt spilla samstarfi vinstri grænna og annarra flokka.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun