Hve hratt eða hvert? 15. mars 2006 00:01 Hagvöxtur hefur á síðustu árum orðið að nánast algildum mælikvarða sem menn nota til að meta árangur ríkisstjórna, hagkerfa og jafnvel þjóðfélaga. Ástæðurnar fyrir þessu virðast augljósar því að án hagvaxtar er ekki líklegt að tekjur manna hækki, atvinnuleysi sé haldið í skefjum eða að fé finnist til velferðarmála. Þess vegna vekur það athygli þegar spurt er í blaði sem kalla mætti daglega ritningu kapítalismans, Financial Times, hvort mikilvægi hagvaxtar sé ofmetið í ríkum löndum og hvort slíkt ofmat geti leitt til rangrar stjórnarstefnu. Maðurinn sem spurði þessarar spurningar nú fyrir skemmstu í uppáhaldsblaðinu mínu, Financial Times, Sir Samuel Brittan, er einn virtasti dálkahöfundur Bretlands og áhrifamaður á sviði hagfræði. Dálkar hans hafa verið skyldulesning fyrir áhugamenn um efnahagsmál og frjáls viðskipti í áratugi. Sir Samuel sem var sleginn til riddara fyrir framlag til hagfræðilegra málefna var um tíma einn af ritstjórum Financial Times. Dálæti mitt á honum á sér langa sögu. Fyrir nærri þrjátíu árum stóð ég á brautarpalli og þáði ráð frá einum umdeildasta stjórnmálamanni Bretlands, Sir Keith Joseph. Tengsl mín við stjórnmálamanninn voru raunar dálítið í stíl við Forrest Gump, ég þekkti manninn nánast ekki neitt en rambaði inná myndir af honum sem birtust í sjónvarpi, blöðum og á kosningaplakati í Bretlandi. Ég sá þær síðast í fyrra í sjónvarpsþætti um upphaf Thatcherismans. Ég hafði verið valinn til að fylgja honum á fund þar sem ungir byltingarmenn létu rigna yfir hann tómötum, eggjum, hveiti og öðrum hráefnum til baksturs til að mótmæla því hvað hann hafði vondar skoðanir. Sir Keith var stundum kallaður faðir Thatcherismans og sagður hinn eiginlegi upphafsmaður þeirrar byltingar sem kennd var við Thatcher. Sir Keith hafði lengi verið ráðherra í stjórnum Macmillans og Heath áður en hann varð leiðtogi frjálshyggjumanna sem vildu breyta íhaldsflokknum og gerðu það. Hann átti það til að tala óvarlega og sumir segja að ein einasta ræða sem hann flutti í Edgebaston hafi kostað hann leiðtogaembættið. Þess í stað studdi hann unga konu, Margréti Thatcher, til valda. Þótt fáir teldu Thatcher heilalausa sögðu margir Sir Keith vera heilann á bak við Thatcherbyltinguna. Ég var svo heppinn að lestinni seinkaði og Sir Keith fann ekki annað betra að gera í hálfa klukkustund eða svo en að fræða ríflega tvítugan strák um eðli og kosti frjálshyggju í efnahagsmálum. Síðasta ráðið sem hann gaf mér hafði mesta þýðingu. Það var einfaldlega að reyna að lesa allt sem Samuel Brittan skrifaði. Það nægir, sagði Sir Keith, til að fylgjast með öllu því nýjasta í hugsun um efnahagsmál. Ég átti eftir að endurmeta sumt af því sem ég lærði á þessum hálftíma sem varð mér þó verðmætari en flestir fyrirlestrar sem ég hef heyrt um ævina. Sir Keith, sem var vellauðugur barón, var ekki aðeins einstaklega gáfaður maður heldur líka heiðarlegur og vel meinandi maður sem var umhugað um kjör fátækra manna. Ráði hans um að lesa alltaf greinar Brittans hef ég líka fylgt. Í nýjustu grein sinni segir Brittan að sú skoðun að hagkerfi hrynji ef þau séu ekki í sífelldum vexti sé röng og ekki annað en lumpeneconomics eins og hann kallar það en langt mál og sögulegar tilvísanir þyrfti líklega til þýðingar á því hugtaki. Frumkvöðlastarf, segir Brittan, mætti allt eins snúast um að búa til sama magn af vörum en á styttri tíma. Hann bendir á að tölur um hagvöxt og þjóðarframleiðslu séu takmarkaðir mælikvarðar á lífskjör og velferð og notar orðið þráhyggju um þá athygli sem beinist að hagvexti í stöndugum ríkjum. Hann segir að áður fyrr hafi menn horft vonaraugum til þess tíma þegar aukin velsæld gæti gert fólki kleift að vinna minna og njóta í staðinn lífsins, lista og mennta. Brittan bendir einnig á að þráhyggjan með hagvöxt stafi að einhverju leyti af þeim sökum að miklu auðveldara sé að bera saman vaxtarhraða í framleiðslu en að bera saman lífskjör á grundvelli upplýsinga um þjóðarframleiðslu einstakra landa. Lokaorð Brittans eru þessi: Við ættum stundum að hægja á vagninum og spyrja frekar hvert við erum að fara en um það hversu hratt við keyrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hagvöxtur hefur á síðustu árum orðið að nánast algildum mælikvarða sem menn nota til að meta árangur ríkisstjórna, hagkerfa og jafnvel þjóðfélaga. Ástæðurnar fyrir þessu virðast augljósar því að án hagvaxtar er ekki líklegt að tekjur manna hækki, atvinnuleysi sé haldið í skefjum eða að fé finnist til velferðarmála. Þess vegna vekur það athygli þegar spurt er í blaði sem kalla mætti daglega ritningu kapítalismans, Financial Times, hvort mikilvægi hagvaxtar sé ofmetið í ríkum löndum og hvort slíkt ofmat geti leitt til rangrar stjórnarstefnu. Maðurinn sem spurði þessarar spurningar nú fyrir skemmstu í uppáhaldsblaðinu mínu, Financial Times, Sir Samuel Brittan, er einn virtasti dálkahöfundur Bretlands og áhrifamaður á sviði hagfræði. Dálkar hans hafa verið skyldulesning fyrir áhugamenn um efnahagsmál og frjáls viðskipti í áratugi. Sir Samuel sem var sleginn til riddara fyrir framlag til hagfræðilegra málefna var um tíma einn af ritstjórum Financial Times. Dálæti mitt á honum á sér langa sögu. Fyrir nærri þrjátíu árum stóð ég á brautarpalli og þáði ráð frá einum umdeildasta stjórnmálamanni Bretlands, Sir Keith Joseph. Tengsl mín við stjórnmálamanninn voru raunar dálítið í stíl við Forrest Gump, ég þekkti manninn nánast ekki neitt en rambaði inná myndir af honum sem birtust í sjónvarpi, blöðum og á kosningaplakati í Bretlandi. Ég sá þær síðast í fyrra í sjónvarpsþætti um upphaf Thatcherismans. Ég hafði verið valinn til að fylgja honum á fund þar sem ungir byltingarmenn létu rigna yfir hann tómötum, eggjum, hveiti og öðrum hráefnum til baksturs til að mótmæla því hvað hann hafði vondar skoðanir. Sir Keith var stundum kallaður faðir Thatcherismans og sagður hinn eiginlegi upphafsmaður þeirrar byltingar sem kennd var við Thatcher. Sir Keith hafði lengi verið ráðherra í stjórnum Macmillans og Heath áður en hann varð leiðtogi frjálshyggjumanna sem vildu breyta íhaldsflokknum og gerðu það. Hann átti það til að tala óvarlega og sumir segja að ein einasta ræða sem hann flutti í Edgebaston hafi kostað hann leiðtogaembættið. Þess í stað studdi hann unga konu, Margréti Thatcher, til valda. Þótt fáir teldu Thatcher heilalausa sögðu margir Sir Keith vera heilann á bak við Thatcherbyltinguna. Ég var svo heppinn að lestinni seinkaði og Sir Keith fann ekki annað betra að gera í hálfa klukkustund eða svo en að fræða ríflega tvítugan strák um eðli og kosti frjálshyggju í efnahagsmálum. Síðasta ráðið sem hann gaf mér hafði mesta þýðingu. Það var einfaldlega að reyna að lesa allt sem Samuel Brittan skrifaði. Það nægir, sagði Sir Keith, til að fylgjast með öllu því nýjasta í hugsun um efnahagsmál. Ég átti eftir að endurmeta sumt af því sem ég lærði á þessum hálftíma sem varð mér þó verðmætari en flestir fyrirlestrar sem ég hef heyrt um ævina. Sir Keith, sem var vellauðugur barón, var ekki aðeins einstaklega gáfaður maður heldur líka heiðarlegur og vel meinandi maður sem var umhugað um kjör fátækra manna. Ráði hans um að lesa alltaf greinar Brittans hef ég líka fylgt. Í nýjustu grein sinni segir Brittan að sú skoðun að hagkerfi hrynji ef þau séu ekki í sífelldum vexti sé röng og ekki annað en lumpeneconomics eins og hann kallar það en langt mál og sögulegar tilvísanir þyrfti líklega til þýðingar á því hugtaki. Frumkvöðlastarf, segir Brittan, mætti allt eins snúast um að búa til sama magn af vörum en á styttri tíma. Hann bendir á að tölur um hagvöxt og þjóðarframleiðslu séu takmarkaðir mælikvarðar á lífskjör og velferð og notar orðið þráhyggju um þá athygli sem beinist að hagvexti í stöndugum ríkjum. Hann segir að áður fyrr hafi menn horft vonaraugum til þess tíma þegar aukin velsæld gæti gert fólki kleift að vinna minna og njóta í staðinn lífsins, lista og mennta. Brittan bendir einnig á að þráhyggjan með hagvöxt stafi að einhverju leyti af þeim sökum að miklu auðveldara sé að bera saman vaxtarhraða í framleiðslu en að bera saman lífskjör á grundvelli upplýsinga um þjóðarframleiðslu einstakra landa. Lokaorð Brittans eru þessi: Við ættum stundum að hægja á vagninum og spyrja frekar hvert við erum að fara en um það hversu hratt við keyrum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun