Erlent

Ísraelar kaupa kjarnorkubáta

Ísraelar hafa undirritað kaupsamning um tvo kafbáta sem geta skotið kjarnorkueldflaugum og verða þeir afhentir og sjófærir innan skamms. Þýsk yfirvöld láta Ísraelum kafbátana í té, en samkvæmt þýska blaðinu Spiegel var veittur góður afsláttur af bátunum. Kaupverðið mun vera 91,5 milljarðar króna.

Ísraelar keppast nú við að uppfæra og auka herbúnað sinn og segja það gert vegna vilja ráðamanna í Íran til að auðga úran, en Ísraelar óttast að það sé gert í hernaðarlegum tilgangi. Ísraelar hafa aldrei, ólíkt írönskum stjórnvöldum, skrifað undir NPT-samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna, né hleypt alþjóðlegum eftirlitsmönnum í kjarnorkuver sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×