Varpa sprengjum á fjölbýlishús í Karkív Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 10:31 Frá vettvangi árásarinnar í Karkív í nótt. AP/Ríkislögreglustjóri Úkraínu Að minnsta kosti 21 er særður eftir að sprengjum var varpað á fjölbýlishús í Karkív í Úkraínu í nótt. Þetta var aðra nóttina í röð sem Rússar varpa sprengjum á fjölbýlishús í borginni, sem hefur lengi orðið fyrir sambærilegum árásum. Aðfaranótt laugardags lentu sprengjur í þremur hverfum borgarinnar. Þá særðust fimmtán manns, þeirra á meðal tvö börn. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum að Rússar hafi notast við svifsprengjur til árásanna en það eru oft gamlar og stórar sprengjur frá tímum Sovétríkjanna sem búnar hafa verið vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er svo varpað frá orrustuþotum úr mikilli hæð og geta svifið langar vegalengdir áður en þær lenda á skotmörkum sínum, oft af mikilli nákvæmni. Rússar hafa á undanfarna mánuði notað þessar sprengjur víðsvegar í Úkraínu en þær valda gífurlegum skaða. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn eigi von á sambærilegum sprengjum frá Bandaríkjamönnum sem hægt er að varpa úr F-16 orrustuþotum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í morgun að meðal hinna særðu eftir árás næturinnar væri átta ára barn og tveir táningar. Sextíu manns hefðu verið í húsinu. Þá sagði forsetinn að þessa vikuna hefðu Rússar varpað rúmlega níu hundruð sprengjum á Úkraínu og notað þar auki um fjögur hundruð sjálfsprengidróna og tæplega þrjátíu eldflaugar af ýmsum gerðum. Selenskí sagði þörf á því að styrkja loftvarnir Úkraínu og auka getu úkraínska hersins til að gera árásir í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa um nokkuð skeið beðið bakhjarla sína um leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Last night, Russia struck Kharkiv again, this time with aerial bombs targeting an ordinary residential building. As a result, 21 people were injured, including an 8-year-old child and two 17-year-old teenagers. Sixty residents were evacuated from the building. All are receiving… pic.twitter.com/mbLypqbew9— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 Selenskí mun fara til Bandaríkjanna í næstu viku, þar sem hann mun enn og aftur kalla eftir leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Er það í kjölfar vel heppnaðra árása Úkraínumanna á tvær stórar vopnageymslur í Rússlandi. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Rustem Umyerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að bakhjarlar Úkraínu hefðu veitt munnlegt samþykki varðandi áætlun um að fjármagna framleiðslu Úkraínumanna á eigin langdrægum eldflaugum og langdrægum drónum Þessi vopn gætu Úkraínumenn notað sjálfir án takmarkana til árása í Rússlandi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11 Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Aðfaranótt laugardags lentu sprengjur í þremur hverfum borgarinnar. Þá særðust fimmtán manns, þeirra á meðal tvö börn. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum að Rússar hafi notast við svifsprengjur til árásanna en það eru oft gamlar og stórar sprengjur frá tímum Sovétríkjanna sem búnar hafa verið vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er svo varpað frá orrustuþotum úr mikilli hæð og geta svifið langar vegalengdir áður en þær lenda á skotmörkum sínum, oft af mikilli nákvæmni. Rússar hafa á undanfarna mánuði notað þessar sprengjur víðsvegar í Úkraínu en þær valda gífurlegum skaða. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn eigi von á sambærilegum sprengjum frá Bandaríkjamönnum sem hægt er að varpa úr F-16 orrustuþotum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í morgun að meðal hinna særðu eftir árás næturinnar væri átta ára barn og tveir táningar. Sextíu manns hefðu verið í húsinu. Þá sagði forsetinn að þessa vikuna hefðu Rússar varpað rúmlega níu hundruð sprengjum á Úkraínu og notað þar auki um fjögur hundruð sjálfsprengidróna og tæplega þrjátíu eldflaugar af ýmsum gerðum. Selenskí sagði þörf á því að styrkja loftvarnir Úkraínu og auka getu úkraínska hersins til að gera árásir í Rússlandi. Yfirvöld í Úkraínu hafa um nokkuð skeið beðið bakhjarla sína um leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Last night, Russia struck Kharkiv again, this time with aerial bombs targeting an ordinary residential building. As a result, 21 people were injured, including an 8-year-old child and two 17-year-old teenagers. Sixty residents were evacuated from the building. All are receiving… pic.twitter.com/mbLypqbew9— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 Selenskí mun fara til Bandaríkjanna í næstu viku, þar sem hann mun enn og aftur kalla eftir leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Er það í kjölfar vel heppnaðra árása Úkraínumanna á tvær stórar vopnageymslur í Rússlandi. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Rustem Umyerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í nýlegu viðtali að bakhjarlar Úkraínu hefðu veitt munnlegt samþykki varðandi áætlun um að fjármagna framleiðslu Úkraínumanna á eigin langdrægum eldflaugum og langdrægum drónum Þessi vopn gætu Úkraínumenn notað sjálfir án takmarkana til árása í Rússlandi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11 Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Meta úthýsir rússneskum ríkisfjölmiðlum Rússneskir ríkisfjölmiðlar eru ekki lengur velkomnir á samfélagsmiðlum Meta vegna óheiðarlegra vinnubragða þeirra við að breiða út áróður fyrir stjórnvöld í Kreml. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu um refsiaðgerðir gegn einum fjölmiðlinum í síðustu viku. 18. september 2024 11:11
Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45
Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07