Erlent

Töldu ekki öll framlög fram

Stjórnmálaflokkum í Bretlandi láðist að telja fram ríflega 41 milljón króna af frjálsum framlögum í kosningasjóði sína vegna kosningabaráttu ársins 2005. Misræmið á uppgefnum og raunverulegum framlögum mun vera til komið vegna nýrra kosningalaga, en yfirmaður kjörstjórnar segir að flokkarnir sýni lögunum ekki nægilega virðingu.

Fjárhaldsmenn Íhaldsflokksins stóðu sig verst, en þeim misfórst að gefa upp tæpar 29 milljónir króna.

Nú stendur yfir rannsókn á lánveitingum til Verkamannaflokksins vegna ásakana um að forvígismenn hans hafi deilt út heiðurstitlum og sætum í lávarðadeildinni til lánardrottna sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×