Erlent

Ortega sigur-stranglegur

Daniel Ortega Leiðtogi sandínista er á svörtum lista í Hvíta húsinu.
Daniel Ortega Leiðtogi sandínista er á svörtum lista í Hvíta húsinu.

 Leiðtogi sandinista, Daniel Ortega, er líklegastur til sigurs í fyrstu umferð forsetakosninga sem framundan eru í Níkaragva, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun.

Ortega var forseti lýðveldisins í langvinnu borgarastríði við Kontra-skæruliða, sem stóð frá árinu 1985 til 1990, en skæruliðarnir nutu ómælds stuðnings Bandaríkjamanna.

Velgengni vinstrimanna í kosningum í Rómönsku Ameríku vekur eftirtekt í Bandaríkjunum og þykir ekki æskilegt í Hvíta húsinu að Ortega verði forseti á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×