Erlent

Al-Kaída úr brennidepli

Ný skýrsla Hvíta hússins um "stríðið gegn hryðjuverkum" mælir með því að sjónum eftirlitsstofnana verði beint frá al-Kaída hryðjuverkanetinu og að litlum sjálfstæðum hópum og einstaklingum.

Hryðjuverkamenn hafi neyðst til að þróa bardagaaðferðir sínar og að óvinir Bandaríkjanna séu nú "fjölþjóðleg hreyfing öfgahópa, samtaka og einstaklinga". Flestir í al-Kaída eru nú þegar á bak við lás og slá, segir í skýrslunni, en ekkert er þó minnst á Osama bin Laden. New York Times fjallaði um skýrsluna í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×