Erlent

Feðraorlof treystir hjónabandið

Heimilislíf Dönsk rannsókn bendir til þess að hjónabönd þar sem karlmaðurinn tekur sér feðraorlof endist lengur.
Heimilislíf Dönsk rannsókn bendir til þess að hjónabönd þar sem karlmaðurinn tekur sér feðraorlof endist lengur.

Það kemur víst fáum á óvart að karlmenn sem taka sér fæðingarorlof eru almennt séð betri feður, en hitt vita færri, að lengri feðraorlof leiða til traustari hjónabanda. Þetta kemur fram í nýrri danskri rannsókn sem Franz Cybulski stóð fyrir við háskólann í Hróarskeldu og fjallað er um á fréttavef Politiken.

"Allar rannsóknir benda til þess að þessi fastmótuðu fjölskyldumynstur, þar sem móðirin annast alla helstu ummönnunina, eru brotin upp þegar faðirinn hefur tekið orlof með barninu," sagði Cybulski.

Minnstu smáatriði breytast við þetta og meira lýðræði skapast innan fjölskyldunnar, sem styrkir hjónabandið.

"Þegar feðurnir hafa það á tilfinningunni að hlustað sé á orð þeirra fara þeir að hafa skoðanir á því hvar barnið eigi að ganga í leikskóla," sagði Cybulski.

Danskir feður hafa rétt á tveggja vikna feðraorlofi, sem Cybulski segir ekki vera nærri nógu langan tíma til að bindast nýja barninu sterkum tengslum. Afar mikilvægt sé einnig að feðurnir séu einir með börnunum í ákveðinn tíma, svo ábyrgðartilfinning þeirra fái að þróast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×