Erlent

Herkví aflétt af Líbanon í kvöld

Ríkisstjórn Ísraels mun aflétta í kvöld herkví þeirri sem Líbanon hefur verið í síðan stríðið hófst. Alþjóðlegir gæsluliðar eiga að taka við hlutverki Ísraela á flugvöllum og við hafnir Líbanons. Tilkynningin var gefin út stuttu eftir að utanríkisráðherra Líbanons hótaði því að hafnar- og flugbannið yrði brotið innan skamms, ef Ísraelar afléttu því ekki sjálfir.

Herkvíin hefur sætt harðri gagnrýni víða um heim, því hún hefur hamlað allri uppbyggingu og hjálparstarfi í landinu. Ísraelar sögðu hana nauðsynlega til að Hizbollah næðu ekki vopnum sínum á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×