Erlent

Rífur upp aðfluttar jurtir

 Robert van de Hoek er kominn fyrir dómstól í Kaliforníu eina ferðina enn. Yfirvöldin segja hann skemmdarvarg. En aðdáendur hans segja hann píslarvott.

Hann er líffræðingur, var áður eftirlitsmaður í almenningsgarði, en gengur nú um og rífur upp plöntur. Eingöngu þó aðfluttar plöntur, sem hann telur eyðileggja upprunalega gróðurfarið í Kaliforníu.

Fyrir tæpum tíu árum var hann dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að eyðileggja útlendar jurtir. Nú á hann yfir höfði sér dóm í sex málum, sem öll varða fangelsisvist og háar sektir.

Hann hefur sér til fulltingis lögfræðinginn Thomas Mesereau, þann hinn sama og varði Michael Jackson fyrir rétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×