Erlent

Birtir skírnarnöfn homma

Dagblað í Úganda er byrjað að birta lista með skírnarnöfnum og starfsheitum meintra homma í landinu. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Úganda og Mannréttindavaktin í New York óttast að stjórnvöld sjái sér leik á borði með áframhaldandi birtingu nafna og hrindi herferð gegn hommum í framkvæmd. Nú þegar hafa nöfn 45 manna verið birt.

Einn ritstjóra dagblaðsins Red Pepper segir að framandleiki samkynhneigðar og áhugi fólks á henni réttlæti birtingu nafnanna. Blaðið hafi áður birt nöfn nokkurra sem grunaðir voru um framhjáhald. Til skoðunar er að birta einnig nöfn lesbískra kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×