Erlent

Pyntingarklefar nálægt Bagdad

Thomas Turner, næstráðandi hersveita Bandaríkjamanna í Írak, upplýsti í gær að nokkrir pyntingarklefar hefðu fundist norðaustur af Bagdad. Klefarnir eru um 3,6 fermetrar hver og í þeim fundust hlekkir, sem festir voru við veggina, barefli og annað sem bendir til pyntinga.

Turner nefndi klefana til að sýna dæmi um að ofbeldið milli súnnía og sjía hefði breiðst út fyrir Bagdad, en í héraðinu sem þeir fundust í búa súnníar, sjíar og kúrdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×