Erlent

Helfararmyndir í dönsku blaði

Nokkrar skopmyndanna af helför gyðinga, sem gerðar voru eftir að ráðamenn í Íran efndu til samkeppni um þær, hafa verið birtar í danska blaðinu Information. Myndirnar líkja bágbornum aðstæðum Palestínumanna við helförina og áttu að vera mótvægi við teikningarnar af Múhameð spámanni, en um fimmtíu manns létu lífið vegna fársins sem þær vöktu víða um heim.

Í viðtali við BBC segir ritstjóri Information að myndirnar séu "smekklausar" en birting þeirra sé ekki fjölmiðlabrella; þær séu birtar að vel ígrunduðu ráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×