Erlent

Fundu ekki eistu í stúlku

Læknir í Umeå í Svíþjóð gerði þau hrapallegu mistök nýlega að skera upp fjórtán ára stúlku til að fjarlægja eistu hennar. Í uppskurðinum fundust engin eistu í líkamanum. Sjúklingurinn reyndist ósköp venjuleg stúlka, að sögn vefútgáfu Dagens Nyheter.

Mistök urðu með niðurstöðu blóðprófa á sjúkrahúsinu og varð ruglingur með sýni stúlkunnar og drengs með sama eftirnafn sem fæddur var sama ár og til heimilis í sama bæ. Í stað þess að senda stúlkuna til rannsókna á öðru sjúkrahúsi var hún skorin upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×