Erlent

Prestur hótar Madonnu

Hollenskur prestur hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir sprengjugabbi í síma í tilraun til að koma í veg fyrir tónleika bandarísku söngkonunnar Madonnu. Presturinn notaði heimilissímann og var því handtekinn fljótlega.

Sýning Madonnu þar sem krossfesting er sett á svið hefur farið fyrir brjóstið á kristnum mönnum á Ítalíu og í Þýskalandi en sýningarnar fara samt fram í Amsterdam í dag og á morgun. Símahótunin er fyrsta afbrot prestsins og því er líklegt að hann fái ekki þunga refsingu, að sögn BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×