Bíó og sjónvarp

Söngleikur um Nemó

Úr leitinni að Nemo.  Myndin nautmikilla vinsælda árið 2003.
Úr leitinni að Nemo. Myndin nautmikilla vinsælda árið 2003.
Disney vinnur nú hörðum höndum við að gera söngleik eftir teiknimyndinni vinsælu, Leitinni að Nemó, en frumsýning er áætluð í janúar á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem Disney hefur gert söngleik úr teiknaðri mynd sem ekki var ætluð sem söngvamynd. Í sýningunni, sem verður um hálftíma löng, verður notast við teiknaða bakgrunna og sérstaka lýsingar- og hljóðtækni til að vekja neðansjávarveröld Nemó til lífs, en Disney hefur fengið reyndustu listamenn í geiranum til að leggja hönd á plóg. Aðalpersónur myndarinnar munu synda fram á sjónarsviðið sem brúður, svipaðar þeim sem notaðar voru í söngleiknum um konung ljónanna. Ef vinsældir söngleiksins verða eitthvað í líkingu við viðtökurnar sem teiknimyndin hlaut má gera ráð fyrir að budda Disney bólgni nokkuð, en myndin rakaði til sín milljónir á sínum tíma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.