Erlent

Mikið mannfall í sprengingum

Tvær sprengingar urðu í námum í Kína um helgina með þeim afleiðingum að 53 fórust. Gassprenging í Jixi í norðausturhluta landsins varð 21 námuverkamanni að bana, en sex manns var enn saknað á sunnudag. Skömmu síðar létust 32 námuverkamenn og 28 slösuðust í svipaðri sprengingu í Fuyuan í suðvesturhluta landsins. Orsakir sprenginganna eru í rannsókn.

Kínverskar námur þykja mjög hættulegar og um 5.000 manns láta lífið þar árlega. Til að bregðast við þessu stefna stjórnvöld að því að loka minnstu námunum á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×