Erlent

Mun ekki kalla herinn heim

Bandaríkjaforseti Ætlar ekki að láta undan þrýstingi.
Bandaríkjaforseti Ætlar ekki að láta undan þrýstingi. MYND/AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í Ríga í Lettlandi í gær að hann ætlaði ekki að láta undan þrýstingi og kalla bandaríska herliðið heim frá Írak fyrr en ástandið þar hefur lagast.

„Það er eitt sem ég ætla ekki að gera, ég ætla ekki að kalla hermenn okkar heim frá vígvellinum fyrr en verkefninu er lokið,“ sagði hann í Ríga, þar sem hann sótti leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins.

Hann sagðist þó gera sér grein fyrir því að nú þurfi að grípa til annarra ráða en hingað til hefur verið beitt í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×