Geislavirkni vart í London 29. nóvember 2006 03:00 Lögregluþjónn kemur út úr húsi við Grosvernor Street í London þar sem fundist hafa merki um geislavirk efni. Litvinenko átti stutt erindi í þetta hús daginn sem hann veiktist. MYND/AFP Geislamengun hefur fundist á fimm stöðum í London, þar á meðal í skrifstofuhúsnæði rússneska auðkýfingsins og útlagans Boris Berezovskí. Leitað hefur verið að geislavirkum efnum í tengslum við mál Alexanders Litvinenko, fyrrverandi rússnesks njósnara sem lést af völdum geislavirka efnisins pólón-210. Einnig fundust merki um slíka mengun á skrifstofu einkarekins öryggisþjónustufyrirtækis í London, en Litvinenko mun hafa átt þangað stutt erindi daginn sem hann veiktist. Þrír menn, sem hafa komið á þessa staði eða hitt Litvinenko, þurfa að fara í rannsókn til að kanna hvort efnið hefur borist í líkama þeirra þar sem þeir sýna sum einkenni þess. Litvinenko veiktist 1. nóvember og hafði þá hitt í London þrjá Rússa, Viacheslav Sokolenko, Andrei Lugovoj og Dmítrí Kovtún, á hótelbar og seinna um daginn ítalskan félaga sinn, Mario Scaramella, á japönskum veitingastað. Scaramella er einn þeirra þriggja sem grunur leikur á að hafi einnig orðið fyrir geislamengun. Bæði hótelbarinn og veitingastaðurinn eru meðal þeirra staða, þar sem fundist hafa merki geislamengunar. Fimmti staðurinn er svo heimili Litvinenkos í norðanverðri borginni. Litvinenko sagði að rússnesk stjórnvöld og sérstaklega Vladimír Pútín Rússlandsforseta bæru ábyrgð á því að draga sig til dauða. Pútín og rússneska leyniþjónustan FSB harðneita þessum ásökunum og segja þær fráleitar. Hvernig staðið var að verki þykir þó renna stoðum undir að valdamiklar stofnanir hafi komið nálægt með einhverjum hætti. Geislavirka efnið Pólón-210 er afar sjaldgæft og samkvæmt upplýsingum á vef Geislavarna ríkisins er afar erfitt að nálgast banvæna skammta af því: „það er helst á sérhæfðum kjarnorkurannsóknastöðvum“ þar sem það er framleitt í kjarnakljúfum eða agnahröðlum. Lögreglan í Bretlandi hefur þó ekki viljað fullyrða neitt um að morð hafi verið framið, heldur er lát Litvinenkos enn rannsakað sem óupplýst dauðsfall. Engin staðfesting hefur fengist á því hvenær banvæna efnið barst í líkama hans. Litvinenko verður krufinn á föstudaginn og verða þá gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir til að verjast geislamengun. Erlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Geislamengun hefur fundist á fimm stöðum í London, þar á meðal í skrifstofuhúsnæði rússneska auðkýfingsins og útlagans Boris Berezovskí. Leitað hefur verið að geislavirkum efnum í tengslum við mál Alexanders Litvinenko, fyrrverandi rússnesks njósnara sem lést af völdum geislavirka efnisins pólón-210. Einnig fundust merki um slíka mengun á skrifstofu einkarekins öryggisþjónustufyrirtækis í London, en Litvinenko mun hafa átt þangað stutt erindi daginn sem hann veiktist. Þrír menn, sem hafa komið á þessa staði eða hitt Litvinenko, þurfa að fara í rannsókn til að kanna hvort efnið hefur borist í líkama þeirra þar sem þeir sýna sum einkenni þess. Litvinenko veiktist 1. nóvember og hafði þá hitt í London þrjá Rússa, Viacheslav Sokolenko, Andrei Lugovoj og Dmítrí Kovtún, á hótelbar og seinna um daginn ítalskan félaga sinn, Mario Scaramella, á japönskum veitingastað. Scaramella er einn þeirra þriggja sem grunur leikur á að hafi einnig orðið fyrir geislamengun. Bæði hótelbarinn og veitingastaðurinn eru meðal þeirra staða, þar sem fundist hafa merki geislamengunar. Fimmti staðurinn er svo heimili Litvinenkos í norðanverðri borginni. Litvinenko sagði að rússnesk stjórnvöld og sérstaklega Vladimír Pútín Rússlandsforseta bæru ábyrgð á því að draga sig til dauða. Pútín og rússneska leyniþjónustan FSB harðneita þessum ásökunum og segja þær fráleitar. Hvernig staðið var að verki þykir þó renna stoðum undir að valdamiklar stofnanir hafi komið nálægt með einhverjum hætti. Geislavirka efnið Pólón-210 er afar sjaldgæft og samkvæmt upplýsingum á vef Geislavarna ríkisins er afar erfitt að nálgast banvæna skammta af því: „það er helst á sérhæfðum kjarnorkurannsóknastöðvum“ þar sem það er framleitt í kjarnakljúfum eða agnahröðlum. Lögreglan í Bretlandi hefur þó ekki viljað fullyrða neitt um að morð hafi verið framið, heldur er lát Litvinenkos enn rannsakað sem óupplýst dauðsfall. Engin staðfesting hefur fengist á því hvenær banvæna efnið barst í líkama hans. Litvinenko verður krufinn á föstudaginn og verða þá gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir til að verjast geislamengun.
Erlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“