Erlent

Missa íbúðina vegna glæpa barna sinna

Innflytjendaráðgjöfin í Árósum í Danmörku ætlar að reyna að fá héraðsdómi hnekkt sem heimilar kaupleiguíbúðasamtökum að gera leigjendur brottræka, fremji börn þeirra glæpi. Þetta kom fram á fréttasíðu Politiken í gær.

Héraðsdómurinn hefur tvisvar dæmt slíkum brottrekstri í vil en í báðum tilfellum var um nýbúafjölskyldur að ræða.

Starfsfólk ráðgjafarinnar ætlar því að áfrýja dómunum til hæstaréttar.

Að sögn dómaranna var í báðum tilfellum um gróf afbrot að ræða sem framin voru nærri íbúðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×