Umskiptingar Framsóknar 11. desember 2006 00:01 Þingmönnum Framsóknar hefur orðið tíðrætt um traust og vantraust á stjórnmálaflokkum. Vafalítið slæðist í hugskoti þeirra sú staðreynd að þingflokkur Framsóknar hefur tætt af flokknum töluvert meira en helming kjörfylgis. Ástæða þess að Framsókn er rúin fylgi er auðvitað vingulsháttur og stefnuleysi þingmanna flokksins í lykilmálum. Flokkur sem sveiflast einsog jójó milli öfga tapar trúnaði fólks, jafnvel þeirra sem þó hafa fylgt honum í blindni í langri hríð. Írak og háeffun Ríkisútvarpsins eru verstu dæmin. Þau hafa kostað flokkinn mest. Írak og pólitísk ábyrgð FramsóknarSkírasta dæmið um pólitískt staðfestuleysi Framsóknar er auðvitað Íraksmálið. Í upphafi stóð þingflokkur Framsóknar allir sem einn gegn því að styðja innrásarstríð gegn Írak. Þá gerðust þau undur að þáverandi formaður Framsóknar gjörbreytti afstöðu flokksins til innrásar á aðeins einni viku. Þingmenn flokksins urðu samsekir með þögninni. Þessi óvænta kúvending sleit böndin milli þeirra og grasrótarinnar, sem tærðist burt eins og lauf að hausti.Nýr formaður, Jón Sigurðsson, reyndi - en mistókst - að skafa smán Íraks af enni Framsóknar. Í frægu viðtali við Helga Seljan varði hann ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar. Tæpast er hægt að túlka það öðru vísi en svo, að Jón hefði í sömu sporum stutt innrásina.Í haust virtist hann stunginn snert af tímabundinni iðrun. Á fundi miðstjórnar Framsóknar talaði hann eins og stuðningurinn við árásarstríðið gegn Írak hefði verið mistök. En iðrun Framsóknar reyndist skammvinn. Það kom í ljós viku síðar á Alþingi þegar þingmenn spurðu Jón út í ummælin.Svar hans var á þá lund að menn hefðu ráðið of mikið í þau! Er hægt að tala um meiri vingulshátt í jafn afdrifaríku máli? Þrjár afstöður á jafn mörgum mánuðum.Vingulsháttur varðandi RÚVÞingmenn Framsóknar hafa orðið að sömu umskiptingum í afstöðunni til frumvarps um hlutafélagavæðingu RÚV. Meðan hörðustu frjálshyggjumenn eru teknir að efast berst þingflokkur Framsóknar af offorsi fyrir frumvarpi menntamálaráðherra um háeffun RÚV.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar, lýsti sérstökum vonbrigðum með að stjórnarandstöðunni tókst að koma í veg fyrir að Alþingi samþykkti háeffun RÚV fyrir jól. Guðni Ágústsson, varaformaður, reyndi það sem hann gat til að bregða fæti fyrir samkomulag stjórnarandstöðunnar við formann Sjálfstæðisflokksins um að síðasta umræða um háeffun RÚV yrði flutt fram í janúar.Sprekið sem skolaði inn á fjörur þingsins þegar Árni Magnússon og Halldór Ásgrímsson gerðust flóttamenn úr stjórnmálum, Guðjón Ólafur Jónsson, sárbændi þingið úr ræðustóli Alþingis um að klára háeffun RÚV sem allra fyrst. Sómakonan Dagný Jónsdóttir lýsti einbeittum stuðningi við frumvarpið, og í sama streng tók Sæunn Stefánsdóttir.Þetta er flokksmönnum eðlilega óskiljanlegt í ljósi þess, að flokksþing Framsóknar tók í upphafi harða afstöðu gegn því að lúta vilja Sjálfstæðisflokksins og gera RÚV að hlutafélagi. Svo algjörir umskiptingar eru þingmenn Framsóknar varðandi RÚV að á Alþingi finnast nú engir sem eru jafn harðir í málinu og þeir. Er nema vona að almennir flokksmenn séu sáróánægðir og yfirgefi flokkinn í hrönnum?Þingflokkurinn hefur tapað trausti kjósenda.Framsókn rúin traustiAfstaða þingflokksins verður enn óskiljanlegri í ljósi þess að líklegasta leiðtogaefni flokksins, Björn Ingi Hrafnsson, hefur mörgum sinnum lýst í fjölmiðlum að háeffun RÚV sé í andstöðu við vilja meirihluta flokksmanna og stríði gegn stefnu Framsóknar.Sama viðhorf heyri ég hjá flestum þungavigtarmönnum Framsóknar - utan þings. Eina skýringin sem ég sé hugsanlega á þessum algjöru umskiptum nýs formanns og ungra þingmanna Framsóknar gagnvart háeffun RÚV er að þau séu sameiginlega að byggja víglínu gegn Birni Inga og sterkum stuðningsmönnum hans, og það séu yfirvofandi átök um forystu sem ráði óskiljanlegum umskiptum þingmannanna í málinu.Vingulsháttur og tilviljanakenndar stefnubreytingar Framsóknar, ekki síst í RÚVmálinu, eru ekki líklegar til að endurheimta tapað traust kjósenda. Flokkur, sem hrekst undan pólitískum vindum, verður eins og rótlaust þang, og veðrast að lokum burt. Þess vegna er Framsókn hrunin úr 18% í 8%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Þingmönnum Framsóknar hefur orðið tíðrætt um traust og vantraust á stjórnmálaflokkum. Vafalítið slæðist í hugskoti þeirra sú staðreynd að þingflokkur Framsóknar hefur tætt af flokknum töluvert meira en helming kjörfylgis. Ástæða þess að Framsókn er rúin fylgi er auðvitað vingulsháttur og stefnuleysi þingmanna flokksins í lykilmálum. Flokkur sem sveiflast einsog jójó milli öfga tapar trúnaði fólks, jafnvel þeirra sem þó hafa fylgt honum í blindni í langri hríð. Írak og háeffun Ríkisútvarpsins eru verstu dæmin. Þau hafa kostað flokkinn mest. Írak og pólitísk ábyrgð FramsóknarSkírasta dæmið um pólitískt staðfestuleysi Framsóknar er auðvitað Íraksmálið. Í upphafi stóð þingflokkur Framsóknar allir sem einn gegn því að styðja innrásarstríð gegn Írak. Þá gerðust þau undur að þáverandi formaður Framsóknar gjörbreytti afstöðu flokksins til innrásar á aðeins einni viku. Þingmenn flokksins urðu samsekir með þögninni. Þessi óvænta kúvending sleit böndin milli þeirra og grasrótarinnar, sem tærðist burt eins og lauf að hausti.Nýr formaður, Jón Sigurðsson, reyndi - en mistókst - að skafa smán Íraks af enni Framsóknar. Í frægu viðtali við Helga Seljan varði hann ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar. Tæpast er hægt að túlka það öðru vísi en svo, að Jón hefði í sömu sporum stutt innrásina.Í haust virtist hann stunginn snert af tímabundinni iðrun. Á fundi miðstjórnar Framsóknar talaði hann eins og stuðningurinn við árásarstríðið gegn Írak hefði verið mistök. En iðrun Framsóknar reyndist skammvinn. Það kom í ljós viku síðar á Alþingi þegar þingmenn spurðu Jón út í ummælin.Svar hans var á þá lund að menn hefðu ráðið of mikið í þau! Er hægt að tala um meiri vingulshátt í jafn afdrifaríku máli? Þrjár afstöður á jafn mörgum mánuðum.Vingulsháttur varðandi RÚVÞingmenn Framsóknar hafa orðið að sömu umskiptingum í afstöðunni til frumvarps um hlutafélagavæðingu RÚV. Meðan hörðustu frjálshyggjumenn eru teknir að efast berst þingflokkur Framsóknar af offorsi fyrir frumvarpi menntamálaráðherra um háeffun RÚV.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar, lýsti sérstökum vonbrigðum með að stjórnarandstöðunni tókst að koma í veg fyrir að Alþingi samþykkti háeffun RÚV fyrir jól. Guðni Ágústsson, varaformaður, reyndi það sem hann gat til að bregða fæti fyrir samkomulag stjórnarandstöðunnar við formann Sjálfstæðisflokksins um að síðasta umræða um háeffun RÚV yrði flutt fram í janúar.Sprekið sem skolaði inn á fjörur þingsins þegar Árni Magnússon og Halldór Ásgrímsson gerðust flóttamenn úr stjórnmálum, Guðjón Ólafur Jónsson, sárbændi þingið úr ræðustóli Alþingis um að klára háeffun RÚV sem allra fyrst. Sómakonan Dagný Jónsdóttir lýsti einbeittum stuðningi við frumvarpið, og í sama streng tók Sæunn Stefánsdóttir.Þetta er flokksmönnum eðlilega óskiljanlegt í ljósi þess, að flokksþing Framsóknar tók í upphafi harða afstöðu gegn því að lúta vilja Sjálfstæðisflokksins og gera RÚV að hlutafélagi. Svo algjörir umskiptingar eru þingmenn Framsóknar varðandi RÚV að á Alþingi finnast nú engir sem eru jafn harðir í málinu og þeir. Er nema vona að almennir flokksmenn séu sáróánægðir og yfirgefi flokkinn í hrönnum?Þingflokkurinn hefur tapað trausti kjósenda.Framsókn rúin traustiAfstaða þingflokksins verður enn óskiljanlegri í ljósi þess að líklegasta leiðtogaefni flokksins, Björn Ingi Hrafnsson, hefur mörgum sinnum lýst í fjölmiðlum að háeffun RÚV sé í andstöðu við vilja meirihluta flokksmanna og stríði gegn stefnu Framsóknar.Sama viðhorf heyri ég hjá flestum þungavigtarmönnum Framsóknar - utan þings. Eina skýringin sem ég sé hugsanlega á þessum algjöru umskiptum nýs formanns og ungra þingmanna Framsóknar gagnvart háeffun RÚV er að þau séu sameiginlega að byggja víglínu gegn Birni Inga og sterkum stuðningsmönnum hans, og það séu yfirvofandi átök um forystu sem ráði óskiljanlegum umskiptum þingmannanna í málinu.Vingulsháttur og tilviljanakenndar stefnubreytingar Framsóknar, ekki síst í RÚVmálinu, eru ekki líklegar til að endurheimta tapað traust kjósenda. Flokkur, sem hrekst undan pólitískum vindum, verður eins og rótlaust þang, og veðrast að lokum burt. Þess vegna er Framsókn hrunin úr 18% í 8%.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun