Selur munaðinn til styrktar fátækum 14. desember 2006 15:45 Einar Örn ætlar að losa sig við allan lúxus en peningarnir renna til góðgerðarmála í Suð-Austur Asíu. MYND/Hörður „Ég gerði þetta líka í fyrra og safnaði þá hálfri milljón fyrir fátæk lönd í Mið-Ameríku,“ segir Einar Örn Einarsson sem selur allan munað ofan af sér á vefsíðu sinni, eoe.is/uppboð. Sjónvarp, XBox og dvd-myndir eru meðal þess sem Einar býður lesendum sínum upp á á vægu verði en sökum þess hversu vel gekk í fyrra er úrvalið í ár aðeins minna. Einar segist hins vegar hafa fengið mikið af dóti hjá vinum og kunningjum sem væntanlega voru fegnir að losna við allan þann óþarfa munað sem leynist á heimilum landsins. Upphæðin sem safnast saman verður síðan varið til góðs málefnis en Einar fór til Suð-Austur Asíu í ár og upplifði fátæktina þar af eigin raun. Peningarnir verða því sendir til munaðarlausra barna í Kambódíu og Laos sem Einar segir að séu hvað verst stödd. Einar starfar í dag sem framkvæmdarstjóri veitingastaðarins Serrano en reynir að sinna áhugamáli sínu, ferðalögum, sem mest. „Ég á heilan helling af drasli sem ég nota aldrei og hvers vegna ekki að selja það frekar en að láta það safna ryki?“ segir hann og hlær. „Ég ferðast til að mynda mjög mikið vegna vinnunnar og þegar ég kom heim frá London einu sinni fengu nokkrir dvd-diskar að fljóta með,“ segir Einar. „Þegar ég setti þá uppí hillu áttaði ég mig á því að þar voru fyrir einir fimm diskar sem aldrei höfðu verið teknir úr plastinu,“ útskýrir hann og hlær. Pulp Fiction Er ein þeirra mynd sem eru til sölu hjá Einari. . Leikjavísir Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira
„Ég gerði þetta líka í fyrra og safnaði þá hálfri milljón fyrir fátæk lönd í Mið-Ameríku,“ segir Einar Örn Einarsson sem selur allan munað ofan af sér á vefsíðu sinni, eoe.is/uppboð. Sjónvarp, XBox og dvd-myndir eru meðal þess sem Einar býður lesendum sínum upp á á vægu verði en sökum þess hversu vel gekk í fyrra er úrvalið í ár aðeins minna. Einar segist hins vegar hafa fengið mikið af dóti hjá vinum og kunningjum sem væntanlega voru fegnir að losna við allan þann óþarfa munað sem leynist á heimilum landsins. Upphæðin sem safnast saman verður síðan varið til góðs málefnis en Einar fór til Suð-Austur Asíu í ár og upplifði fátæktina þar af eigin raun. Peningarnir verða því sendir til munaðarlausra barna í Kambódíu og Laos sem Einar segir að séu hvað verst stödd. Einar starfar í dag sem framkvæmdarstjóri veitingastaðarins Serrano en reynir að sinna áhugamáli sínu, ferðalögum, sem mest. „Ég á heilan helling af drasli sem ég nota aldrei og hvers vegna ekki að selja það frekar en að láta það safna ryki?“ segir hann og hlær. „Ég ferðast til að mynda mjög mikið vegna vinnunnar og þegar ég kom heim frá London einu sinni fengu nokkrir dvd-diskar að fljóta með,“ segir Einar. „Þegar ég setti þá uppí hillu áttaði ég mig á því að þar voru fyrir einir fimm diskar sem aldrei höfðu verið teknir úr plastinu,“ útskýrir hann og hlær. Pulp Fiction Er ein þeirra mynd sem eru til sölu hjá Einari. .
Leikjavísir Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira