Hornby floppar 16. desember 2006 11:45 Rithöfundurinn Nick Hornby. Leikrit byggt á metsölubókinni High Fidelity fellur ekki í kramið hjá áhorfendum. Nýjum söngleikjum farnast ekki vel á Broadway þessi dægrin. Raunar var rokksöngleik byggðum á leikverki Frank Wedekinds, Vorið vaknar, tekið vel á forsýningum og frumsýningu í vikunni, en söngleikur sem byggir á skáldsögu Nick Hornby, High Fidelity, lauk keppni á miðvikudag eftir aðeins fjórtán sýningar. Sagan Hornby er kunn: ungur maður lokar sig frá heiminum í hljómplötuverslun og lisfir meira í heimi tónlistar sem hann ann en heimi fólks með mannlegar tilfinningar og þrár. Írski leikstjórinn Stephan Frears gerði úr þessu efni kvikmynd og flutti verkið til Chicago til að tryggja sér fjármagna og stjörnur. Þá gekk vel að tvinna saman stefnin sem þutu um hug unga mannsins og félagslegan vanda hans. En á sviðinu varð að semja nýja tónlist, en ekki kyrja lög Kinks og Stiff Little Fingers, Arethu eða Stereolab. Gagnrýnendur tóku verkinu vægt satt illa, sögðu það leiðinlegt. Þó tók tíu miljónir dala að koma verkinu á svið. Miðaverð var hátt - nær átta þúsund kall á miða. Leikhúsið stórt - Imperial-leikhúsið tekur 1434 gesti í sæti. High Fidelity slæst því í hóp fallstykkja úr rokkgeiranum: sýningin sem byggði á Dylan-lögum er búinn, söngleikur um John Lennon dó og annar um Presley sömuleiðis. Menn vestanhafs leita skýringa í kjarnahóp rokkaðdáenda: það eru karlmenn og þeir hafa lengi verið lakasti hópurinn í aðsókn söngleikja. Tengdar fréttir Brynjólfsmessa í kvöld Messa Gunnars Þórðarsonar sem helguð er minningu Brynjólfs biskups Sveinssonar verður flutt í kvöld í Grafarvogskirkju undir stjórn Hákons Leifssonar. Verkið er nýkomið út á geisladisk. 18. desember 2006 08:30 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Nýjum söngleikjum farnast ekki vel á Broadway þessi dægrin. Raunar var rokksöngleik byggðum á leikverki Frank Wedekinds, Vorið vaknar, tekið vel á forsýningum og frumsýningu í vikunni, en söngleikur sem byggir á skáldsögu Nick Hornby, High Fidelity, lauk keppni á miðvikudag eftir aðeins fjórtán sýningar. Sagan Hornby er kunn: ungur maður lokar sig frá heiminum í hljómplötuverslun og lisfir meira í heimi tónlistar sem hann ann en heimi fólks með mannlegar tilfinningar og þrár. Írski leikstjórinn Stephan Frears gerði úr þessu efni kvikmynd og flutti verkið til Chicago til að tryggja sér fjármagna og stjörnur. Þá gekk vel að tvinna saman stefnin sem þutu um hug unga mannsins og félagslegan vanda hans. En á sviðinu varð að semja nýja tónlist, en ekki kyrja lög Kinks og Stiff Little Fingers, Arethu eða Stereolab. Gagnrýnendur tóku verkinu vægt satt illa, sögðu það leiðinlegt. Þó tók tíu miljónir dala að koma verkinu á svið. Miðaverð var hátt - nær átta þúsund kall á miða. Leikhúsið stórt - Imperial-leikhúsið tekur 1434 gesti í sæti. High Fidelity slæst því í hóp fallstykkja úr rokkgeiranum: sýningin sem byggði á Dylan-lögum er búinn, söngleikur um John Lennon dó og annar um Presley sömuleiðis. Menn vestanhafs leita skýringa í kjarnahóp rokkaðdáenda: það eru karlmenn og þeir hafa lengi verið lakasti hópurinn í aðsókn söngleikja.
Tengdar fréttir Brynjólfsmessa í kvöld Messa Gunnars Þórðarsonar sem helguð er minningu Brynjólfs biskups Sveinssonar verður flutt í kvöld í Grafarvogskirkju undir stjórn Hákons Leifssonar. Verkið er nýkomið út á geisladisk. 18. desember 2006 08:30 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Brynjólfsmessa í kvöld Messa Gunnars Þórðarsonar sem helguð er minningu Brynjólfs biskups Sveinssonar verður flutt í kvöld í Grafarvogskirkju undir stjórn Hákons Leifssonar. Verkið er nýkomið út á geisladisk. 18. desember 2006 08:30
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög