Bakkynjur - Þrjár stjörnur 28. desember 2006 00:01 Glæsileg sviðsetning á verki sem nær ekki að tengjast okkar tíma Gefum okkur að tvö þúsund og fimm hundruð ára leiktexti rati beint í hjarta okkar tíma, álitaefni um uppreisn kvenna gegn valdi karla gildi enn; ölvun og æði kvenna á opinberum svæðum við borgarmúrana eigi sér einhverja samsvörun í okkar tíðaranda; gamlir menn láti enn heillast af tískubylgjum og gangi á fjöll skreyttir blómum; sterkir valdsmenn láti heillast af ungum stæltum skrokkum karlmanna jafnt sem mjúkum línum þeirra óreyndu; í heimi okkar takist enn á sundrungaröfl lausungarinnar og ábyrg afstaða hlýðni og heilinda. Gefum okkur það. Látum vera þó allur goðsagnaheimur Forn-Grikkja komi okkur spánskt fyrir sjónir, meira en það, sé okkur gersamlega framandi. Allar staðarvísanir séu okkur ókunnugar, hetjur og goð ókunn, textann sem við heyrum skiljum við ekki nema á parti, það sem við heyrum á annað borð fyrir tónlist og dansstappi. Látum þennan ókunnugleika okkar liggja milli hluta. Hvað er þá eftir í jólafrumsýningu Þjóðleikhúss Íslendinga á Bakkynjum eftir Evripídes - fyrsta verki sem þar er flutt eftir Evripídes, einn af þremur stórskáldum hinna forngrísku harmleikja?Glæsileiki í fyrirrúmiUpphafsatriði leiksins: Bakkus stígur til jarðarinnar og sækir Þebverja heim eftir sigurför sína um nálæg lönd. Þar hópast konur um hann og láta sem trylltar, en konungur Þebu er staðráðinn í að koma í veg fyrir slík læti í sinni borg. Stefán Hallur Stefánsson umkringdur kórmeyjum en í bak kúra tveir satýrar.Jú, þetta er glæsilega útlítandi sýning með dýrri og tæknilegri leikmynd sem nýtist leiknum vel, verður á vissan hátt gerandi í verkinu. Búningar eru flott, grímur fágaðar þó þær gefi sumum leikkonum hola hljóm. Gervin öll gerð af hárri gæðakröfu.Ljósavinnsla Lárusar Björnssonar, sem nú er kominn til starfa hjá Þjóðleikhúsinu eftir aldarfjórðungsvinnu í öðrum leikhúsum, er fyrsta flokks, teflir stundum djarft en er í aðalatriðum gott verk eins og hans er von og vísa.Tónlist Atla Ingólfssonar, bæði leikin og sungin, kyrjuð á sviðinu eða af bandi í bak er í samræmi við verkið allt á sviðinu. Það er ekki við Atla að sakast þó kórar séu nánast óskijanlegir, þar heyrast ekki orðaskil, það er verk annarra.Fín vinnaGegnumsneytt er vinna leikaranna í sýningunni með miklum ágætum. Leikstjórarnir grísku hafa lagt upp með skýra stefnu varðandi raddbeitingu, vinna þeirra með kórnum gerir það hinsvegar að verkum að hann fara fyrir ofan garð og neðan. Ég er ekki viss um að af því sé nokkur missir.Erna Ómarsdóttir leggur allri sýningunni línu í hreyfingum sem er áhrifamikil í fyrstu og skapar með áhorfandanum óþægilega kennd, en er á líður verður maðurinn skjálfandi í æði sínu eða ótta, heldur staglsamt og tilbreytingalítið róf.Sýningin verður í heild sinni mikil og óvænt reynsla fyrir augu og eyru, stílhrein og hugsuð í stóru og smáu frá einu skýru sjónarhorni.Hvað er þá að?Ætli það sé hending að Þjóðleikhúsið hefur aldrei ráðist í sviðsetningu á verki eftir Evripídes. Á fyrsta áratug hússins var leikin gerð Jean Anouil hins franska af Antigónu, Antigóna Sófóklesar kom á svið réttum tíu árum síðar hjá LR í Iðnó. Sveinn Einarsson kom svo á svið á sínum tíma í Þjóðleikhúsinu með bæði Oresteia-þríleiknum og Ödipus konungi. Samt hafa legið frá miðri nítjándu öld verk og verkabrot í þýðingum manna á borð við Sveinbjörn Egilsson og rómantísku skáldin. Bæði Sjö gegn Þebu og Prómóþeifur eru til. Bakkynjurnar þýddi Sigfús Blöndal úr grísku á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar.Íslenskir leikhúsmenn - að Sveini Einarssyni undanskildum - hafa leitt Grikkina hjá sér.Ráðskonur Þjóðleikhússins láta þýða verkið að nýju: Kristján Árnason „styðst meðal annars við nýgríska útgáfu á verkinu" eftir Giorgos Chimonas, skáld og heimspeking. Er hans gerð þá annað en frumtextinn? Í fleiru en orðalagi?Ekki efast ég eitt andartak um að Kristján hefur skilað verki sínu af trúfestu við skáldið.Mér tekst bara ekki að stinga þessu verki í samband. Dagljóst er hvar það rímar. En niðurstaða þess er í hróplegri mótsögn við allan vanda verksins. Og það sem meira er, fornfáleiki þess þvælist endalaust fyrir áhorfendum og áheyrendum.Ekki missa af...Utan þess sem hér hefur verið talið verður að geta þess að hér stígur fram í stóru hlutverki Stefán Hallur Stefánsson: og eins sagt var áður um sauðfé. Það kyn hefur aldrei svikið. Hann stendur sig með stakri prýði með erfitt og flókið upplegg, nýtur vel síns líkamlega atgervis án þess að fórna styrkri og skýrri rödd og skarpri hugsun.Þetta er semsagt vel heppnuð framkvæmd á verki úr fornklassískum arfi okkar. Það verður ein fárra sviðsetninga þeirrar gerðar á næstu áratugum, eins og á síðustu fimmtíu árum - jafnvel í Þjóðleikhúsinu. Áhugafólki er því skylt að sjá þessa sýningu. Hún sýnir jafnframt tæknilega getu starfsliðs Þjóðleikhússins, en hana skortir sárlega það bráða og nauðsynlega samband sem leikhús verður að hafa við samtíma sinn og skynjun svo sýningin ljósti mann. Eins og stefnt er að.Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Gefum okkur að tvö þúsund og fimm hundruð ára leiktexti rati beint í hjarta okkar tíma, álitaefni um uppreisn kvenna gegn valdi karla gildi enn; ölvun og æði kvenna á opinberum svæðum við borgarmúrana eigi sér einhverja samsvörun í okkar tíðaranda; gamlir menn láti enn heillast af tískubylgjum og gangi á fjöll skreyttir blómum; sterkir valdsmenn láti heillast af ungum stæltum skrokkum karlmanna jafnt sem mjúkum línum þeirra óreyndu; í heimi okkar takist enn á sundrungaröfl lausungarinnar og ábyrg afstaða hlýðni og heilinda. Gefum okkur það. Látum vera þó allur goðsagnaheimur Forn-Grikkja komi okkur spánskt fyrir sjónir, meira en það, sé okkur gersamlega framandi. Allar staðarvísanir séu okkur ókunnugar, hetjur og goð ókunn, textann sem við heyrum skiljum við ekki nema á parti, það sem við heyrum á annað borð fyrir tónlist og dansstappi. Látum þennan ókunnugleika okkar liggja milli hluta. Hvað er þá eftir í jólafrumsýningu Þjóðleikhúss Íslendinga á Bakkynjum eftir Evripídes - fyrsta verki sem þar er flutt eftir Evripídes, einn af þremur stórskáldum hinna forngrísku harmleikja?Glæsileiki í fyrirrúmiUpphafsatriði leiksins: Bakkus stígur til jarðarinnar og sækir Þebverja heim eftir sigurför sína um nálæg lönd. Þar hópast konur um hann og láta sem trylltar, en konungur Þebu er staðráðinn í að koma í veg fyrir slík læti í sinni borg. Stefán Hallur Stefánsson umkringdur kórmeyjum en í bak kúra tveir satýrar.Jú, þetta er glæsilega útlítandi sýning með dýrri og tæknilegri leikmynd sem nýtist leiknum vel, verður á vissan hátt gerandi í verkinu. Búningar eru flott, grímur fágaðar þó þær gefi sumum leikkonum hola hljóm. Gervin öll gerð af hárri gæðakröfu.Ljósavinnsla Lárusar Björnssonar, sem nú er kominn til starfa hjá Þjóðleikhúsinu eftir aldarfjórðungsvinnu í öðrum leikhúsum, er fyrsta flokks, teflir stundum djarft en er í aðalatriðum gott verk eins og hans er von og vísa.Tónlist Atla Ingólfssonar, bæði leikin og sungin, kyrjuð á sviðinu eða af bandi í bak er í samræmi við verkið allt á sviðinu. Það er ekki við Atla að sakast þó kórar séu nánast óskijanlegir, þar heyrast ekki orðaskil, það er verk annarra.Fín vinnaGegnumsneytt er vinna leikaranna í sýningunni með miklum ágætum. Leikstjórarnir grísku hafa lagt upp með skýra stefnu varðandi raddbeitingu, vinna þeirra með kórnum gerir það hinsvegar að verkum að hann fara fyrir ofan garð og neðan. Ég er ekki viss um að af því sé nokkur missir.Erna Ómarsdóttir leggur allri sýningunni línu í hreyfingum sem er áhrifamikil í fyrstu og skapar með áhorfandanum óþægilega kennd, en er á líður verður maðurinn skjálfandi í æði sínu eða ótta, heldur staglsamt og tilbreytingalítið róf.Sýningin verður í heild sinni mikil og óvænt reynsla fyrir augu og eyru, stílhrein og hugsuð í stóru og smáu frá einu skýru sjónarhorni.Hvað er þá að?Ætli það sé hending að Þjóðleikhúsið hefur aldrei ráðist í sviðsetningu á verki eftir Evripídes. Á fyrsta áratug hússins var leikin gerð Jean Anouil hins franska af Antigónu, Antigóna Sófóklesar kom á svið réttum tíu árum síðar hjá LR í Iðnó. Sveinn Einarsson kom svo á svið á sínum tíma í Þjóðleikhúsinu með bæði Oresteia-þríleiknum og Ödipus konungi. Samt hafa legið frá miðri nítjándu öld verk og verkabrot í þýðingum manna á borð við Sveinbjörn Egilsson og rómantísku skáldin. Bæði Sjö gegn Þebu og Prómóþeifur eru til. Bakkynjurnar þýddi Sigfús Blöndal úr grísku á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar.Íslenskir leikhúsmenn - að Sveini Einarssyni undanskildum - hafa leitt Grikkina hjá sér.Ráðskonur Þjóðleikhússins láta þýða verkið að nýju: Kristján Árnason „styðst meðal annars við nýgríska útgáfu á verkinu" eftir Giorgos Chimonas, skáld og heimspeking. Er hans gerð þá annað en frumtextinn? Í fleiru en orðalagi?Ekki efast ég eitt andartak um að Kristján hefur skilað verki sínu af trúfestu við skáldið.Mér tekst bara ekki að stinga þessu verki í samband. Dagljóst er hvar það rímar. En niðurstaða þess er í hróplegri mótsögn við allan vanda verksins. Og það sem meira er, fornfáleiki þess þvælist endalaust fyrir áhorfendum og áheyrendum.Ekki missa af...Utan þess sem hér hefur verið talið verður að geta þess að hér stígur fram í stóru hlutverki Stefán Hallur Stefánsson: og eins sagt var áður um sauðfé. Það kyn hefur aldrei svikið. Hann stendur sig með stakri prýði með erfitt og flókið upplegg, nýtur vel síns líkamlega atgervis án þess að fórna styrkri og skýrri rödd og skarpri hugsun.Þetta er semsagt vel heppnuð framkvæmd á verki úr fornklassískum arfi okkar. Það verður ein fárra sviðsetninga þeirrar gerðar á næstu áratugum, eins og á síðustu fimmtíu árum - jafnvel í Þjóðleikhúsinu. Áhugafólki er því skylt að sjá þessa sýningu. Hún sýnir jafnframt tæknilega getu starfsliðs Þjóðleikhússins, en hana skortir sárlega það bráða og nauðsynlega samband sem leikhús verður að hafa við samtíma sinn og skynjun svo sýningin ljósti mann. Eins og stefnt er að.Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira