Stefnumót við engil 18. maí 2006 17:40 Ungversku englarnir voru öllu prúðbúnari en Troma skríllinn. Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma. Cannes Lífið Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma.
Cannes Lífið Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira