Viðskipti erlent

Minni framleiðni í Bandaríkjunum

Ein af verksmiðjum Ford
Ein af verksmiðjum Ford Mynd/AFP

Framleiðni í Bandaríkjunum jókst minna í síðasta mánuði en búist var við. Ástæðan er hátt eldsneytis- raforku- og hrávöruverð. Fjármálafræðingar segja að þrátt fyrir þetta séu væntingar góðar því ofhitnunar gætir ekki í bandarísku efnahagslífi.

Ólíkt væntingum fjármálasérfræðinganna þá eru framleiðendur vestra, sér í lagi bílaframleiðendur, uggandi yfir þróun mála. Velta hjá bílaframleiðendunum Ford dróst saman um 7 prósent í síðasta mánuði en hjá Chrysler um heil 15 prósent.

Bæði fyrirtækin sögðu verðhækkanir á olíu og hægari sölu á sportjeppum en búist var við meginástæðu þess að veltan dróst saman á milli mánaða.

Japanska fyrirtækið Toyota er ekki jafn uggandi yfir stöðunni og samkeppnisaðilar þeirra því velta Toyota jókst í júnímánuði í Bandaríkjunum um 14 prósent. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins eru salan mest í sparneytnum bílum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×