Ljósmyndir í Skotinu 10. ágúst 2006 17:45 Hildur Margrétardóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Fimmtudaginn 3. ágúst opnði Hildur Margrétardóttir, myndlistarmaður, sýningu á ljósmyndum í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Myndröðinni er varpað úr skjávarpa á vegg og mynda þær lifandi flæði og frásögn. Hildur Margrétardóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Hún segir vinnuaðferð sína byggjast á löngun til að segja frá, gerast sögumaður um atburði sem hún hefur orðið vitni að. Með þessum frásagnarhætti vill Hildur sýna fram á fagurfræði hins daglega lífs, sem við hugsanlega tökum ekki eftir í amstri daganna, ef til vill vegna þess að sú fagurfræði er okkur svo gjörkunnug að við gleymum að horfa á hana og hættum þar af leiðandi að skynja hana. Horfum án þess að sjá. Í kringum okkur eiga sér sífellt stað atburðir sem eru í sjálfu sér stórkostlegir og á stundum nánast guðdómlegir, án þess að við beinum athygli okkar að þeim. Þannig gætum við misst af atvikum sem hafa afl til að veita okkur innblástur og endurnýjun í hversdagsleikanum, geta fyllt okkur nýrri tegund af fagurfræði. Hildur ljósmyndar iðulega rými innan heimilis eða fólk við daglega iðju sína og leitast í myndunum við að fanga augnablik þar sem viðvera manneskjunnar er sterk þrátt fyrir að hún sé stundum ekki innan ramma myndarinnar eða vart greinanleg. Með því opnast túlkunarmöguleikar um tilgang myndarinnar, en einnig gefst tækifæri til að einbeita sjón sinni að rýminu og hlutum innan þess og velta fyrir sér hvaða athafnir hafi átt sér stað eða eiga eftir að eiga sér stað. Reynsluheimur áhorfandans fær að njóta sína við að fylla upp í frásögn myndarinnar og hann fær frelsi til túlkunar eftir eigin höfði og hugarástandi. Hildur Margrétardóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1999 og tók meistaragráðu í myndlist árið 2005 frá The Slade School of Fine Art, Englandi. Hún hefur haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á síðustu tíu árum. Auk ljósmyndaverka hefur hún gert bókverk, innsetningar, kvikmyndir og gjörninga. Myndirnar eru teknar á Hasselblad 500C, medium format. Sjá nánar á http://www.hildur.comSkotið er nýr sýningakostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Markmiðið með þessari nýjung er að kynna hina margvíslegu þætti ljósmyndunar, jafnt landslagsljósmyndun, portrettljósmyndun, blaðaljósmyndun eða ljósmyndun sem myndlist. Tilgangurinn er einnig að bjóða upp á aukið sýningarrými og gefa fleiri ljósmyndurum og listamönnum sem vinna með ljósmyndamiðilinn kost á að koma verkum sínum á framfæri. Ljósmyndunum er varpað úr skjávarpa á 150 x 190 cm stóran vegg og mynda flæði ljósmynda. Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Fimmtudaginn 3. ágúst opnði Hildur Margrétardóttir, myndlistarmaður, sýningu á ljósmyndum í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Myndröðinni er varpað úr skjávarpa á vegg og mynda þær lifandi flæði og frásögn. Hildur Margrétardóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Hún segir vinnuaðferð sína byggjast á löngun til að segja frá, gerast sögumaður um atburði sem hún hefur orðið vitni að. Með þessum frásagnarhætti vill Hildur sýna fram á fagurfræði hins daglega lífs, sem við hugsanlega tökum ekki eftir í amstri daganna, ef til vill vegna þess að sú fagurfræði er okkur svo gjörkunnug að við gleymum að horfa á hana og hættum þar af leiðandi að skynja hana. Horfum án þess að sjá. Í kringum okkur eiga sér sífellt stað atburðir sem eru í sjálfu sér stórkostlegir og á stundum nánast guðdómlegir, án þess að við beinum athygli okkar að þeim. Þannig gætum við misst af atvikum sem hafa afl til að veita okkur innblástur og endurnýjun í hversdagsleikanum, geta fyllt okkur nýrri tegund af fagurfræði. Hildur ljósmyndar iðulega rými innan heimilis eða fólk við daglega iðju sína og leitast í myndunum við að fanga augnablik þar sem viðvera manneskjunnar er sterk þrátt fyrir að hún sé stundum ekki innan ramma myndarinnar eða vart greinanleg. Með því opnast túlkunarmöguleikar um tilgang myndarinnar, en einnig gefst tækifæri til að einbeita sjón sinni að rýminu og hlutum innan þess og velta fyrir sér hvaða athafnir hafi átt sér stað eða eiga eftir að eiga sér stað. Reynsluheimur áhorfandans fær að njóta sína við að fylla upp í frásögn myndarinnar og hann fær frelsi til túlkunar eftir eigin höfði og hugarástandi. Hildur Margrétardóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1999 og tók meistaragráðu í myndlist árið 2005 frá The Slade School of Fine Art, Englandi. Hún hefur haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á síðustu tíu árum. Auk ljósmyndaverka hefur hún gert bókverk, innsetningar, kvikmyndir og gjörninga. Myndirnar eru teknar á Hasselblad 500C, medium format. Sjá nánar á http://www.hildur.comSkotið er nýr sýningakostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Markmiðið með þessari nýjung er að kynna hina margvíslegu þætti ljósmyndunar, jafnt landslagsljósmyndun, portrettljósmyndun, blaðaljósmyndun eða ljósmyndun sem myndlist. Tilgangurinn er einnig að bjóða upp á aukið sýningarrými og gefa fleiri ljósmyndurum og listamönnum sem vinna með ljósmyndamiðilinn kost á að koma verkum sínum á framfæri. Ljósmyndunum er varpað úr skjávarpa á 150 x 190 cm stóran vegg og mynda flæði ljósmynda.
Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira