Erlent

Kofi Annan á ferð um Mið-Austurlönd

Annan er nú á ferð um Mið-Austurlönd en hann kom frá Líbanon til Ísraels síðdegis í gær. Þaðan heldur hann svo til Írans og Sýrlands.

Eftir fund sinn með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, sagði Annan tvö þúsund og fimm hundruð hermenn þegar komna til Suður-Líbanon og annar jafn stór hópur verði komin þangað til viðbótar á næstu dögum og vikum. Annan vonast til þess að herlið Ísraela haldi áfram að hverfa frá landinu á meðan fjölgi í gæsluliðinu og hermenn verði farnir þaðan að fullu þegar liðið telji fimm þúsund hermenn af þeim fimmtán sem eigi að kom á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá verði liði orðið nógu fjölmennt og öflugt til að takast á við þau verkefni sem þurfi að leysa.

Á fundi sínum með Olmert lagði Annan áherslu á að Ísraelar afléttu flug- og hafnbanni sínum á Líbanon sem komið var á við upphaf átakanna við Hizbollah-skæruliða í síðasta mánuði. Olmert hefur sagt að því verði aðeins aflétt þegar allir fimmtán þúsund gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna verði komnir á svæðið.

Í gær hitti Annan fjölskyldur tveggja ísraelskra hermanna sem skæruliðar Hizbollah-rændu í síðasta mánuði. Ránið á hermönnunum varð kveikjan að átökunum í Líbanon. Mennirnir eru enn í haldi skæruliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×