Erlent

30. ágúst helgaður minningu horfinna Chile-búa

MYND/AP

Forseti Chile, Michelle Bachelet, lýsti í gær yfir að 30. ágúst yrði framvegis helgaður minningu þeirra sem hurfu sporlaust á árunum 1973 til 1990, meðan herforingjastjórn Augustos Pinochet var við völd. Samkvæmt opinberri skýrslu sem var unnin eftir að Pinochet fór frá völdum voru tæplega 3200 manns líflátnir vegna skoðana sinna, þar af rúmlega tólf hundruð sem hurfu sporlaust. Bachelet sat sjálf inni sem pólitískur fangi undir stjórn Pinochets og sagði hún við athöfnina í gær að öll þjóðin myndi minnast þjáninga þeirra sem kröfðust réttlætis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×