Erlent

Neitar að hafa hótað bannfæringu

Kardináli í Kólumbíu neitaði í gær fréttum um að hann hefði hótað læknum bannfæringu kaþólsku kirkjunnar fyrir að eyða fóstri hjá ellefu ára stúlku sem hafði verið nauðgað af stjúpföður hennar.

Þetta var fyrsta löglega fóstureyðingin í Kólumbíu eftir að stjórnarskrárdómstóll þar í landi ákvað í maí að fóstureyðingar skuli vera leyfilegar í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef fóstrið er getið með nauðgun. Kaþólska kirkjan hefur hatrammlega barist gegn fóstureyðingum en kardinálinn kólumbíski sagði kirkjuna þó fyrst og fremst vilja sýna meðaumkun og samlíðan með stúlkunni sem hafði orðið fyrir barðinu á ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×