Erlent

Á móti fóstureyðingum

Háttsettur kardináli í Kólombíu er sakaður um að hafa hótað læknum, sem framkvæmdu nýlega fyrstu löglegu fóstureyðinguna í landinu, að Vatíkanið myndi beita sér fyrir því að svipta þá starfsréttindum. Kardínálinn neitar sök.

Stúlkan sem gekkst undir aðgerðina var aðeins ellefu ára gömul og var barnshafandi eftir fósturföður sinn sem nauðgaði henni. Kardínálinn hefur undanfarið leitt herferð kaþólsku kirkjunnar í Kólombíu gegn fóstureyðingum. Hann gekk svo langt að segja að læknar sem framkvæmdu fóstureyðingar yrðu bannfærðir af kaþólsku kirkjunni þar sem fóstureyðingar séu á skjön við allt sem kirkjan boðar.

Fóstureyðingar voru gerðar löglegar í Kólombíu í maí síðastiðnum en einungis ef um er að ræða vanskapað fóstur, nauðgun, sifjaspell eða ef líf móðurinnar er talið í hættu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×