Erlent

Fellibylurinn Jón nálgast Mexikó

Fellibylurinn Jón þokast nú norður með Kyrrahafsströnd Mexíkós og hefur íbúum við ströndina verið ráðlagt að búa sig undir óveðrið og jafnvel flytja sig upp til fjalla meðan fellibylurinn gengur hjá.

Jón hefur nú blásið fram hjá Akapúlkó og vonast menn til að miðja fellibylsins færist ekki nær landi, því þar hefur vindstyrkurinn náð 57 metrum á sekúndu. Vindstyrkur fellibylsins Ernestos dalaði fljótlega eftir að hann gekk inn yfir Flórída en leifar hans geta þó enn gert nokkurn usla, því þeim fylgir mikil rigning og enn töluverður vindur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×