Erlent

Réðust inn í breska sendiráðið í Tel Aviv

Öryggisverðir fyrir utan breska sendiráðið.
Öryggisverðir fyrir utan breska sendiráðið. Mynd/AP
Ísraelskir lögregluþjónar réðust inn í breska sendiráðið í Tel Aviv í gærkvöldi og handtóku palestínskan mann sem hafði verið umkringdur í átta tíma. Hann var að eigin sögn vopnaður og krafðist þess að sér yrði veitt pólitískt hæli í Bretlandi. Eftir handtökuna kom í ljós að byssan sem hann var með var úr plasti. Maðurinn býr í borginni Ramallah á Vesturbakka Jórdanar og hefur verið uppljóstrari fyrir ísraelsku lögregluna. Hann hótaði að fremja sjálfsmorð, frekar en að snúa aftur til Ramallah og sagði að sér yrði ekki vært þar nema hann tæki þátt í andspyrnu gegn Ísraelum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×