Erlent

Fjórtán handteknir í Bretlandi

Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi og í morgun fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Málið tengist hvorki handtöku tuttugu manna í júlí, sem ætluðu að sprengja flugvélar á leið til Bandaríkjanna, né hryðjuverkunum í Lundúnum í fyrra. Lögreglan vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega mennirnir fjórtán höfðu í hyggu að öðru leyti en því að talið sé að þeir hafi um skeið safnað saman ungum mönnum í þeim tilgangi að fremja hryðjuverk. Lögreglan hafði fylgst með mönnunum mánuðum saman áður en látið var til skarar skríða í gærkvöldi og í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×