Erlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum hryðjuverkamönnum

Fólk les á málatöflu í dómhúsi í Lundúnum í dag þar sem áttmenningarnir voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Fólk les á málatöflu í dómhúsi í Lundúnum í dag þar sem áttmenningarnir voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. MYND/AP

Dómstóll í Bretlandi hefur framlengt gæSluvarðhald yfir átta breskum múslímum sem grunaðir eru um að hafa ætlaÐ að sprengja flugvélar á leið yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna í loft upp. Verða þeir í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar. Mennirnir eru í hópi 25 manna sem handteknir hafa verið í tengslum við málið frá því um miðjan ágúst. Saksóknari greindi frá í dag að réttarhöld yfir mönnunum hefðust líklega ekki fyrr en í ársbyrjun 2008 og búist er við að þau taki allt að átta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×