Erlent

Mannskætt lestarslys í Egyptalandi

Fimm fórust og 30 slösuðust þegar farþegalest og flutningalest lentu saman í Egyptalandi í gærkvöldi. Einn hinna látnu var lestarstjóri flutningalestarinnar. Slysið átti sér stað nærri bænum Shebin al-Qanater, norður af höfuðborginni Kaíró, en aðeins eru tvær vikur síðan tvær lestar lentu saman á svipuðum slóðum. Þá létust 58 manns. Ekki er vitað hver tildrög slyssins í gærkvöldi eru en Reuters hefur eftir starfsmanni öryggismála á svæðinu að ástæðuna megi rekja til mistaka í umferðarstjórn á næstu lestarstöð við slysstaðinn. Lestarslys eru nokkuð tíð í Egyptalandi og er það fyrst og fremst rakið til slæms ástands lesta og lestarteina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×