Erlent

Huntley fluttur meðvitundarlaus á spítala

Ian Huntley.
Ian Huntley.

Ian Huntley, maðurinn sem dæmdur var fyrir morðin á tveimur stúlkum í Bretlandi árið 2003, var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Bretlands í dag. Huntley var aðili að einhverju umtalaðsta morðmáli Bretlands í seinni tíð, en hann var dæmdur fyrir að hafa myrt hinar tíu ára Jessicu Chapman og Holly Wells á hrottafenginn hátt. Huntley reyndi að svipta sig lífi á meðan á réttarhöldum stóð árið 2003 með því að taka of stóran skammt af lyfjum og grunur leikur á að hann hafi einnig verið að reyna það nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×