Erlent

Enn barist á Srí Lanka

Hermaður í Kolombó, höfuðborg Srí Lanka, leitar að vopnum í bíl.
Hermaður í Kolombó, höfuðborg Srí Lanka, leitar að vopnum í bíl. MYND/AP

Enn kom til átaka mili stjórnarhermanna og uppreisnarmanna Tamíltígra í austurhluta Srí Lanka í dag. Að minnsta kosti einn hermaður féll og þrettán særðust.

Tígrarnir eru sagðir hafa ráðist á herstöð í þorpinu Selvanager og einni mun hafa komið til átaka skammt frá bænum Sampur sem er sagt eitt höfuðvígi tígranna. Að sögn talsmanna stjórnvalda náði stjórnarherinn Sampur á sitt vald í gær. Stjórnandi tígranna í austri dregur í efa að stjórnarherinn ráði þar lögum og lofum og hefur auk þess sent norrænum vopnahléseftirlitsmönnum bréf þar sem hann fer fram á að þeir úrskurði hvort árásir síðustu daga jafngildi stríðsyfirlýsingu. Ef það væri niðurstaðan væru Tígrarnir ekki lengur bundnir vopnahléssamkomulagi sem var undirritað fyrir fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×