Erlent

Tveir í gæsluvarðhald og einangrun

MYND/AP

Tveir þeirra sjö sem eru í haldi dönsku lögreglunnar fyrir meinta hryðjuverkaskipulagningu í úthverfi Óðinsvéa í gær voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í einangrun í nótt.

Lögmenn beggja hafa þegar kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Hinir fimm eru enn í haldi lögreglu en dómurum þótti ekki næg sönnunargögn fyrir hendi til að dæma þá einnig í gæsluvarðhald að svo stöddu. Þeir sem handteknir voru eru allir múslimar á tvítugs- og þrítugsaldri og flestir danskir ríkisborgarar og einn þeirra er borinn og barnfæddur Dani. Þeim er líst af kunningjum sínum sem góðum og gegnum múslimum sem biðjist fyrir og breiði út trú sína í friði, án allra öfga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×