Erlent

Segja að Blair verði farinn innan árs

Dagblöð í Bretlandi greina frá því í dag að Tony Blair muni hætta sem forsætisráðherra Bretlands fyrir júlílok á næsta ári. Búist er er við harðvítugri leiðtogabaráttu í Verkamannaflokknum sem geti jafnvel lamað ríkisstjórnina. Fram til þessa hefur verið talið líklegt að Gordon Brown fjármálaráðherra Bretlands taki við af Blair en nú er búist við að hann fái jafnvel keppni frá innanríkisráðherranum John Reid, Alan Johnson menntamálaráðherra eða David Miliband umhverfisráðherra um forystuhlutverkið í Verkamannaflokknum. Skrifstofa forsætisráðherrans hefur ekki enn vísað fréttunum af afsögn Blairs á bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×