Erlent

Bush viðurkennir tilvist leynifangelsa

George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í kvöld að rekin væru leynifangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um leið og hann tilkynnti að 14 meintir hryðjuverkamenn úr æðstu stöðum hafi verið fluttir í Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu.

Þetta kom fram þegar Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í kvöld en í salnum voru staddir ættingjar nokkurra þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001.

Bush sagði umdeilar yfirheyrsluaðferðir CIA mikilvægar og þær hjálpað til við að bjarga mannslífum. Hann neitaði því þó að fangar hefðu verið pyntaðir. Hann bætti því að réttindi allra fanga yrðu vernduð samkvæmt Genfar-sáttmálanum.

Bandaríkjaforseti sagði engan meintan hryðjuverkamann nú í haldi leyniþjónustunnar. Hann sagðist nota þetta tækifæri til að greina að hluta til frá aðgerðum CIA þar sem yfirheyrslum yfir mönnunum 14 væri nú lokið auk þess sem Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði bannað að réttað yrði yfir meintum hryðjuverkamönnum fyrir sérskipuðum herrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×