Erlent

Undirbúa kæru á hendur lögreglunni í Vollsmose

Ímaminn Abu Hassan í Vollsmose í Danmörku, þar sem níu voru handteknir fyrir skipulagningu hryðjuverka, segir lögregluna ekki hafa neinar sannanir í málinu og að allt sé þetta gert til að þóknast Bandaríkjunum. Hann ætlar að safna saman fjölskyldum hinna grunuðu í dag og undirbúa kæru á hendur lögreglunni fyrir framgöngu hennar við handtökuna.

Danska blaðið Jyllandsposten hefur einnig eftir ýmsum leiðandi lögspekingum Danmerkur að þeir efist um gæði sönnunargagnanna fyrst lögreglunni tókst aðeins að sannfæra dómara um að úrskurða tvo hinna handteknu í gæsluvarðhald. Fimm bíða úrskurðar um gæsluvarðhald eða frelsi og tveimur var sleppt strax eftir handtökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×