Erlent

Yfir 50 námamenn létust á Indlandi

Enginn þeirra fimmtíu og fjögurra námamanna, sem sátu fastir í námu á Austur-Indlandi eftir sprengingu, sluppu lifandi úr prísund sinni.

Yfirvöld í Jharkhand-héraði staðfestu þetta í morgun. Björgunarmenn hafa fundið nítján lík. Sprenging varð í námunni á miðvikudaginn en björgunarstarf hefur gengið hægt vegna eiturgass. Námaslys eru algeng í Jharkhand en þar eru mestu kolabirgðir Indlands að finna. Ættingjar námamannanna saka yfirvöld og stjórnendur námunnar um seinagang en björgunarstarf hófst ekki fyrir alvöru fyrr en síðdegis í gær. Fimm námamönnum tókst að bjarga sér úr námunni eftir sprenginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×