Erlent

Biðst afsökunar á netþjófnaði Þjóðarflokksins

Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins til vinstri og Johan Jakobsson, ritari flokksins, á blaðamannafundi á dögunum vegn málsins.
Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins til vinstri og Johan Jakobsson, ritari flokksins, á blaðamannafundi á dögunum vegn málsins. MYND/AP

Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins í Svíþjóð, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að nokkrir háttsettir flokksmenn hefðu brotist inn á lokaða vefsíðu Jafnaðarmannaflokksins í aðdraganda þingkosninganna eftir rúma viku.

Leijonborg sat fyrir svörum í sænska ríkissjónvarpinu og var spurður hvort hann teldi að allt í tengslum við málið hefði nú þegar komið fram í dagsljósið. Hann sagði ef til vill mögulegt að nánari upplýsingar kæmu í ljós og að fleiri tengdust málinu en það væri búið að upplýsa um það í stórum dráttum. Leijonborg sagðist ekki hafa vitað af málinu fyrr en í upphafi vikunnar og því ekki getað gripið í taumana fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×