Erlent

Friðhelgi aflétt af Pinochet

Ómerkt gröf í aðal kirkjugarðinum í Santiago þar sem fjölmargir voru grafnir á fyrstu vikunum eftir að Pinochet komst til valda.
Ómerkt gröf í aðal kirkjugarðinum í Santiago þar sem fjölmargir voru grafnir á fyrstu vikunum eftir að Pinochet komst til valda. MYND/AP

Hæstiréttur í Chile hefur aflétt friðhelgi af Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, þannig að hægt verður að ákæra hann fyrir morð, pyntingar og mannréttindabrot í einu alræmdasta fangelsi landsins á valdatíð hans.

Um er að ræða Villa Grimaldi fangelsið þar sem margir máttu sæta pyntingum á árunum 1974 til 1977, þar á meðal Michelle Bachelet, núverandi forseti Chile.

Pinochet er níræður og heilsuveill. Hann hélt völdum í sautján ár frá 1973.

Pinochet hefur verið sviptur friðhelgi í öðrum málum sem lúta að mannréttindabrotum en ákveða verður hvort svipta eigi hann henni í hverju máli fyrir sig.

Talið er að 3000 manns hafi týnt lífi eða horfið á valdatíð hans og nærri 30 þúsund manns mátt sæta pyntingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×