Erlent

Flug- og hafnbanni aflétt

Skip á leið til hafnar í Beirút í dag.
Skip á leið til hafnar í Beirút í dag. MYND/AP

Ísraelar hafa aflétt bæði flug- og hafnbanni í Líbanon en það hefur verið í gildi frá því átök milli ísraelskra hermanna og skæruliða Hizbollah hófust í suðurhluta landsins í júlí.

Flugbanninu var aflétt í gær en Ísraelar vildu bíða með að aflétta hafnbanninu þar til floti á vegum friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna væri kominn á svæðið.

Rúmlega 3000 manna herlið er nú í Suður-Líbanon á vegum Sameinuðu þjóðanna en áætlað er að hermönnum fjölgi um 2000 í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×