Erlent

Blair hittir Olmert og Abbas

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, er tilbúinn til viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, jafnvel þótt ísraelskur hermaður, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan snemma í sumar, verði ekki látinn laus.

Þetta kom fram á blaðamannafundi Olmerts með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Jerúsalem í gærkvöldi. Olmert sagði þó ekki von á árangri í þeim viðræðum fyrr en hermaðurinn, Gilad Shalit, fengi frelsi. Blair sagði mikilvægt að koma friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs aftur í gang.

Í morgun átti svo Blair fundi með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, annars vegar og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, hins vegar. Blair hélt síðan til fundar með Abbas, forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×