Erlent

Stríðinu ekki lokið

MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gærkvöldi Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverkamenn og sagði hann stríðinu gegn þeim ekki lokið. Bush ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í tilefni þess að fimm ár voru í gær liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin.

Hann sagði Bandaríkjamenn þurfa að setja ágreiningsmál sín til hliðar svo þeir gætu einbeitt sér að því að ná sigri í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaforseti fjallaði einnig um Íraksstríðið og sagði ljóst að stjórn Saddams Hússeins hefði verið ógn við alþjóðasamfélagið þrátt fyrir að hafa ekki ráðið yfir gjöreyðingarvopnum.

Tveir mánuðir eru til þingkosninga í Bandaríkjunum og leggur Bush Bandaríkjaforseti nú mikla áherslu á að réttlæta stríðið í Írak sem nýtur sífellt minni stuðnings meðal almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×